Vonar að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 19:00 Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent