Lög tónlistarmanns Haukur Örn Birgisson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Íslenskum stjórnmálamönnum þykir óskaplega vænt um okkur hin og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda okkur frá því að fara okkur að voða. Þær skipta eflaust hundruðum, reglurnar sem þeir hafa sett, sem ætlað er að fyrirbyggja vanhugsaðar ákvarðanir í okkar daglega lífi. Ein birtingarmynd þessarar væntumþykju snýr að lögum sem ætlað er banna „duldar auglýsingar“ m.a. á samfélagsmiðlum. Neytendastofa passar svo upp á að áhrifavaldarnir okkar fari að lögunum, með tilheyrandi kostnaði og vinnustundum starfsmanna stofnunarinnar. Fyrr í mánuðinum birti Neytendastofa ákvörðun sína í máli tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Emmsjé hafði verið sóttur til saka fyrir að birta ítrekað myndir af sér á Instagram fyrir framan Audi-bifreið, væntanlega undir því yfirskini að um væri að ræða hans eigin fararskjóta. Nú hefur Emmsjé Gauta verið bannað að birta slíkar myndir, að viðlögðum sektum, ef hann tekur ekki nógu skýrt fram að myndirnar séu kostaðar af Heklu. Hugur manns er vissulega hjá aðdáendum Emmsjé Gauta, sem sitja líklegast flestir núna í glænýjum Audi Q5 jeppa, sem þeir keyptu á átta milljónir króna. Maður getur rétt ímyndað sér vonbrigðin í svip þeirra þegar þeir lásu um ákvörðun Neytendastofu og áttuðu sig á því að áhrifavaldur þeirra hafði fengið greitt fyrir að keyra um á Audi í stað Toyotu. Það felst mikil huggun í því að hugsa til þess að hér á landi séu settar reglur sem koma í veg fyrir að fullorðið fólk taki heimskulegar ákvarðanir. Reglur sem ganga út frá því að fólk geti ekki sjálft áttað sig á ástæðu þess að bifreiðar, skór, föt eða veitingahús svokallaðra áhrifavalda rata inn á hverja einustu Instagram-mynd þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Íslenskum stjórnmálamönnum þykir óskaplega vænt um okkur hin og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda okkur frá því að fara okkur að voða. Þær skipta eflaust hundruðum, reglurnar sem þeir hafa sett, sem ætlað er að fyrirbyggja vanhugsaðar ákvarðanir í okkar daglega lífi. Ein birtingarmynd þessarar væntumþykju snýr að lögum sem ætlað er banna „duldar auglýsingar“ m.a. á samfélagsmiðlum. Neytendastofa passar svo upp á að áhrifavaldarnir okkar fari að lögunum, með tilheyrandi kostnaði og vinnustundum starfsmanna stofnunarinnar. Fyrr í mánuðinum birti Neytendastofa ákvörðun sína í máli tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Emmsjé hafði verið sóttur til saka fyrir að birta ítrekað myndir af sér á Instagram fyrir framan Audi-bifreið, væntanlega undir því yfirskini að um væri að ræða hans eigin fararskjóta. Nú hefur Emmsjé Gauta verið bannað að birta slíkar myndir, að viðlögðum sektum, ef hann tekur ekki nógu skýrt fram að myndirnar séu kostaðar af Heklu. Hugur manns er vissulega hjá aðdáendum Emmsjé Gauta, sem sitja líklegast flestir núna í glænýjum Audi Q5 jeppa, sem þeir keyptu á átta milljónir króna. Maður getur rétt ímyndað sér vonbrigðin í svip þeirra þegar þeir lásu um ákvörðun Neytendastofu og áttuðu sig á því að áhrifavaldur þeirra hafði fengið greitt fyrir að keyra um á Audi í stað Toyotu. Það felst mikil huggun í því að hugsa til þess að hér á landi séu settar reglur sem koma í veg fyrir að fullorðið fólk taki heimskulegar ákvarðanir. Reglur sem ganga út frá því að fólk geti ekki sjálft áttað sig á ástæðu þess að bifreiðar, skór, föt eða veitingahús svokallaðra áhrifavalda rata inn á hverja einustu Instagram-mynd þeirra.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun