Lög tónlistarmanns Haukur Örn Birgisson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Íslenskum stjórnmálamönnum þykir óskaplega vænt um okkur hin og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda okkur frá því að fara okkur að voða. Þær skipta eflaust hundruðum, reglurnar sem þeir hafa sett, sem ætlað er að fyrirbyggja vanhugsaðar ákvarðanir í okkar daglega lífi. Ein birtingarmynd þessarar væntumþykju snýr að lögum sem ætlað er banna „duldar auglýsingar“ m.a. á samfélagsmiðlum. Neytendastofa passar svo upp á að áhrifavaldarnir okkar fari að lögunum, með tilheyrandi kostnaði og vinnustundum starfsmanna stofnunarinnar. Fyrr í mánuðinum birti Neytendastofa ákvörðun sína í máli tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Emmsjé hafði verið sóttur til saka fyrir að birta ítrekað myndir af sér á Instagram fyrir framan Audi-bifreið, væntanlega undir því yfirskini að um væri að ræða hans eigin fararskjóta. Nú hefur Emmsjé Gauta verið bannað að birta slíkar myndir, að viðlögðum sektum, ef hann tekur ekki nógu skýrt fram að myndirnar séu kostaðar af Heklu. Hugur manns er vissulega hjá aðdáendum Emmsjé Gauta, sem sitja líklegast flestir núna í glænýjum Audi Q5 jeppa, sem þeir keyptu á átta milljónir króna. Maður getur rétt ímyndað sér vonbrigðin í svip þeirra þegar þeir lásu um ákvörðun Neytendastofu og áttuðu sig á því að áhrifavaldur þeirra hafði fengið greitt fyrir að keyra um á Audi í stað Toyotu. Það felst mikil huggun í því að hugsa til þess að hér á landi séu settar reglur sem koma í veg fyrir að fullorðið fólk taki heimskulegar ákvarðanir. Reglur sem ganga út frá því að fólk geti ekki sjálft áttað sig á ástæðu þess að bifreiðar, skór, föt eða veitingahús svokallaðra áhrifavalda rata inn á hverja einustu Instagram-mynd þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Íslenskum stjórnmálamönnum þykir óskaplega vænt um okkur hin og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda okkur frá því að fara okkur að voða. Þær skipta eflaust hundruðum, reglurnar sem þeir hafa sett, sem ætlað er að fyrirbyggja vanhugsaðar ákvarðanir í okkar daglega lífi. Ein birtingarmynd þessarar væntumþykju snýr að lögum sem ætlað er banna „duldar auglýsingar“ m.a. á samfélagsmiðlum. Neytendastofa passar svo upp á að áhrifavaldarnir okkar fari að lögunum, með tilheyrandi kostnaði og vinnustundum starfsmanna stofnunarinnar. Fyrr í mánuðinum birti Neytendastofa ákvörðun sína í máli tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Emmsjé hafði verið sóttur til saka fyrir að birta ítrekað myndir af sér á Instagram fyrir framan Audi-bifreið, væntanlega undir því yfirskini að um væri að ræða hans eigin fararskjóta. Nú hefur Emmsjé Gauta verið bannað að birta slíkar myndir, að viðlögðum sektum, ef hann tekur ekki nógu skýrt fram að myndirnar séu kostaðar af Heklu. Hugur manns er vissulega hjá aðdáendum Emmsjé Gauta, sem sitja líklegast flestir núna í glænýjum Audi Q5 jeppa, sem þeir keyptu á átta milljónir króna. Maður getur rétt ímyndað sér vonbrigðin í svip þeirra þegar þeir lásu um ákvörðun Neytendastofu og áttuðu sig á því að áhrifavaldur þeirra hafði fengið greitt fyrir að keyra um á Audi í stað Toyotu. Það felst mikil huggun í því að hugsa til þess að hér á landi séu settar reglur sem koma í veg fyrir að fullorðið fólk taki heimskulegar ákvarðanir. Reglur sem ganga út frá því að fólk geti ekki sjálft áttað sig á ástæðu þess að bifreiðar, skór, föt eða veitingahús svokallaðra áhrifavalda rata inn á hverja einustu Instagram-mynd þeirra.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar