Nálgumst þolmörk margra lífvera Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:30 Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56
Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45