Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2019 16:18 Dagur og félagar í borgarstjórn ætla að fækka bensínstöðvum innan borgarmarka um helming. Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“ Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“
Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira