Rugl og pólitík Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. maí 2019 07:00 Daginn eftir Brexit-kosningarnar sneri blaðamaðurinn Carole Cadwalladr aftur á heimaslóðir, í smábæ í Suður-Wales, til að skrifa fréttaskýringu. Cadwalladr er þekktust fyrir að afhjúpa kaup málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um 87 milljónir Facebook-notenda, sem notuð voru í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í heimabænum kusu 62 prósent bæjarbúa með Brexit. Eins og í mörgum smábæjum þurftu íbúar að þola mikinn andbyr þegar kolanámum var lokað og stáliðnaður leið undir lok seint á síðustu öld. Bæjarbragurinn við heimkomuna kom Cadwalladr á óvart. Glænýr háskóli var risinn, vegleg íþróttamiðstöð hafði litið dagsins ljós – 350 milljóna punda uppbygging meira og minna kostuð af sjóðum ESB blasti við hvert sem litið var. Þar fyrir utan voru 77 milljóna punda samgönguumbætur fyrirhugaðar. Nóga vinnu var að fá í blómlegum bæ. Í fyrirlestri á dögunum greindi Cadwalladr frá samtali við ungan mann í nýreistu íþróttahúsinu. Hann sagðist hafa kosið með útgöngu og spurði hana: Hvað hefur ESB gert fyrir okkur? Þar sem hann stóð í íþróttahúsinu sem byggt var fyrir styrki frá ESB. Um allan bæ var sömu sögu að segja. En fólk var þreytt á ESB, og aðallega á innflytjendum og flóttafólki. Þetta kom henni spánskt fyrir sjónir, þar sem hvergi var útlending að sjá. Að vísu varð pólsk kona á vegi hennar, sem sagðist vera meðal örfárra útlendinga í bænum. Eftir að fréttaskýringin birtist hafði kona úr bænum samband við hana og tjáði sig um áhrif Facebook á hana í aðdraganda Brexit. Hæst bar hræðsluáróður um innflytjendur og væntanlega inngöngu Tyrklands í ESB. Brexit-kosningaumræðan fór fram í myrkri meira og minna, því að Facebook réð ferðinni. Það sem gerist á Facebook, er bara á Facebook, því að þú ert sá eini sem sérð eigin fréttaveitu. Engin leið er að vita hver sá hvað, hvaða áhrif það hefur eða hvaða staðleysum er haldið að fólki því Mark Zuckerberg vill ekki deila því með okkur. Enginn veit hver borgar fyrir auglýsingarnar, eða hversu mikið. Við nánari skoðun var innflytjendavandinn í bænum tilbúningur og Tyrkland ekki einu sinni í viðræðum um að ganga í ESB. Þetta er vandinn í hnotskurn. Í könnun Fréttablaðsins í gær kom í ljós að tæpur helmingur vill ekki að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Innan við þriðjungur er því fylgjandi. Tæp 59 prósent segjast ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í Silfrinu síðasta sunnudag. Hún virðist halda að með innleiðingu orkupakkans getum við öll, ég og þú, virkjað ár og lagt sæstreng án opinberra afskipta. Þetta er ekki rétt. Lágmarkskrafa er að stjórnmálamenn kynni sér mál sem fjallað er um. Pólitíkusar mega heldur ekki verða meðvirkir bullinu. Svona málflutning þarf að leiðrétta. Hátt og snjallt. Hann er ógn við sjálft lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Sjá meira
Daginn eftir Brexit-kosningarnar sneri blaðamaðurinn Carole Cadwalladr aftur á heimaslóðir, í smábæ í Suður-Wales, til að skrifa fréttaskýringu. Cadwalladr er þekktust fyrir að afhjúpa kaup málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um 87 milljónir Facebook-notenda, sem notuð voru í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í heimabænum kusu 62 prósent bæjarbúa með Brexit. Eins og í mörgum smábæjum þurftu íbúar að þola mikinn andbyr þegar kolanámum var lokað og stáliðnaður leið undir lok seint á síðustu öld. Bæjarbragurinn við heimkomuna kom Cadwalladr á óvart. Glænýr háskóli var risinn, vegleg íþróttamiðstöð hafði litið dagsins ljós – 350 milljóna punda uppbygging meira og minna kostuð af sjóðum ESB blasti við hvert sem litið var. Þar fyrir utan voru 77 milljóna punda samgönguumbætur fyrirhugaðar. Nóga vinnu var að fá í blómlegum bæ. Í fyrirlestri á dögunum greindi Cadwalladr frá samtali við ungan mann í nýreistu íþróttahúsinu. Hann sagðist hafa kosið með útgöngu og spurði hana: Hvað hefur ESB gert fyrir okkur? Þar sem hann stóð í íþróttahúsinu sem byggt var fyrir styrki frá ESB. Um allan bæ var sömu sögu að segja. En fólk var þreytt á ESB, og aðallega á innflytjendum og flóttafólki. Þetta kom henni spánskt fyrir sjónir, þar sem hvergi var útlending að sjá. Að vísu varð pólsk kona á vegi hennar, sem sagðist vera meðal örfárra útlendinga í bænum. Eftir að fréttaskýringin birtist hafði kona úr bænum samband við hana og tjáði sig um áhrif Facebook á hana í aðdraganda Brexit. Hæst bar hræðsluáróður um innflytjendur og væntanlega inngöngu Tyrklands í ESB. Brexit-kosningaumræðan fór fram í myrkri meira og minna, því að Facebook réð ferðinni. Það sem gerist á Facebook, er bara á Facebook, því að þú ert sá eini sem sérð eigin fréttaveitu. Engin leið er að vita hver sá hvað, hvaða áhrif það hefur eða hvaða staðleysum er haldið að fólki því Mark Zuckerberg vill ekki deila því með okkur. Enginn veit hver borgar fyrir auglýsingarnar, eða hversu mikið. Við nánari skoðun var innflytjendavandinn í bænum tilbúningur og Tyrkland ekki einu sinni í viðræðum um að ganga í ESB. Þetta er vandinn í hnotskurn. Í könnun Fréttablaðsins í gær kom í ljós að tæpur helmingur vill ekki að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Innan við þriðjungur er því fylgjandi. Tæp 59 prósent segjast ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í Silfrinu síðasta sunnudag. Hún virðist halda að með innleiðingu orkupakkans getum við öll, ég og þú, virkjað ár og lagt sæstreng án opinberra afskipta. Þetta er ekki rétt. Lágmarkskrafa er að stjórnmálamenn kynni sér mál sem fjallað er um. Pólitíkusar mega heldur ekki verða meðvirkir bullinu. Svona málflutning þarf að leiðrétta. Hátt og snjallt. Hann er ógn við sjálft lýðræðið.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun