Gestum Bláa lónsins fækkaði í fyrsta sinn í mörg ár Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 06:15 Vöxtur Bláa lónsins hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í samtali við Markaðinn. „Við fundum fyrir fækkun í fjölda ferðamanna í apríl eins og aðrir í greininni. Ég myndi halda að þetta sé í fyrsta skiptið í sex eða sjö ár sem greinin er að sjá svona fækkun á milli ára,“ segir Grímur en bætir við að bókunarstaðan fyrir sumarið sé góð. Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 18,5 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Grímur segir að aprílmánuður hafi verið óvenjulegur þar sem miklar sviptingar hafi verið í fluggeiranum og nefnir hann í því samhengi fall WOW air, kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna og verkfallið hjá SAS. „Síðan voru tveir dagar í apríl þar sem allt var á öðrum endanum í Leifsstöð vegna óveðurs. Það má segja að þetta hafi allt lagst á eitt,“ segir Grímur. Þá sé jákvætt að búið sé að eyða óvissu á vinnumarkaði og óvissunni í kringum WOW air. Miðað við stöðuna í byrjun árs sé útlit fyrir prýðisár í ferðaþjónustu. Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra. Hagnaður félagsins var ríflega 2,6 milljarðar króna á tímabilinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í samtali við Markaðinn. „Við fundum fyrir fækkun í fjölda ferðamanna í apríl eins og aðrir í greininni. Ég myndi halda að þetta sé í fyrsta skiptið í sex eða sjö ár sem greinin er að sjá svona fækkun á milli ára,“ segir Grímur en bætir við að bókunarstaðan fyrir sumarið sé góð. Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 18,5 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Grímur segir að aprílmánuður hafi verið óvenjulegur þar sem miklar sviptingar hafi verið í fluggeiranum og nefnir hann í því samhengi fall WOW air, kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna og verkfallið hjá SAS. „Síðan voru tveir dagar í apríl þar sem allt var á öðrum endanum í Leifsstöð vegna óveðurs. Það má segja að þetta hafi allt lagst á eitt,“ segir Grímur. Þá sé jákvætt að búið sé að eyða óvissu á vinnumarkaði og óvissunni í kringum WOW air. Miðað við stöðuna í byrjun árs sé útlit fyrir prýðisár í ferðaþjónustu. Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra. Hagnaður félagsins var ríflega 2,6 milljarðar króna á tímabilinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent