Erlent

Unglingur tók fjóra gísla í Suður-Frakklandi

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Mótmæli Gulvesta hreyfingarinnar.
Mótmæli Gulvesta hreyfingarinnar. Getty/Alain Pitton
Vopnaður unglingur með tengsl við Gulvesta hreyfinguna í Frakklandi hefur leyst úr haldi fjóra gísla sem hann tók í verslun í Blagnac í Suður-Frakklandi á fimmta tímanum í dag. Umsátur lögreglunnar um búðina stóð yfir í næstum fimm klukkustundir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky.

Í tilkynningu sem barst frá yfirvöldum í Blagnac kl. 21:10 á staðartíma var staðfest að allir gíslarnir hafi verið látnir lausir en að strákurinn hafist enn við inni í búðinni. Mynd af meintum árásarmanni hefur verið dreift á samfélagsmiðlum.

Á vef bæjarblaðsins La Depeche du Midi kemur fram að gíslatökumaðurinn hafi verið aðeins 17 ára gamall en þar kemur einnig fram að lögregla þekki til hans vegna tengsla við Gulvesta hreyfinguna.

Í fréttum sjónvarpsstöðvarinnar France 3 kom fram að hann hafi hleypt af þremur varúðarskotum, en hann hafi verið íklæddur hjálmi sem útbúinn var myndavél og hafi hann krafist þess að fá að tala við samningamann lögreglu.

Lögreglan birti kl. 19 á staðartíma að gíslatökumaðurinn hafi ekki deilt kröfum sínum með lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×