Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 5. maí 2019 21:15 Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet. Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet.
Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira