Minnkuðu hlutfall allra starfsmanna Sýslumannsins á Austurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. maí 2019 23:33 Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris. Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris.
Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira