Matthías: "Eitt það mest svekkjandi sem ég hef lent í“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 23:12 Matthías Orri sækir að körfunni í kvöld vísir/daníel Matthías Orri Sigurðarson stóð við loforð sitt frá síðasta tímabili og kom ÍR í úrslit Domino‘s deildar karla. Hann náði þó ekki að fara alla leið, ÍR tapaði fyrir KR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld. „Varnarleikurinn var hræðilegur. Þeir voru bara tilbúnir, voru aðeins ferskari og hittu úr skotunum sínum. Þeir áttu bara kvöldið og til hamingju KR. Þeir voru frábærir í kvöld,“ sagði Matthías í leikslok. KR vann leikinn 98-70. ÍR fór lengri leið en KR í úrslitin, í gegnum tvær seríur sem fóru allar í oddaleik á meðan KR kláraði sínar seríur 3-0 og 3-1. Matthías vildi þó ekki nota þreytu sem afsökun. „Það gæti alveg verið en mér finnst að það ætti ekki að vera þannig. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu beittir í dag. Varnarlega vorum við bara hræðilegir og náðum ekki að fylla upp í skarð Capers.“ „KR-ingar voru bara frábærir, ég get eiginlega ekki tekið neitt af þeim.“ ÍR-ingar ættu þó að geta farið nokkuð sáttir frá borði eftir að hafa rétt komist inn í úrslitakeppnina, slegið út deildarmeistarana og liðið í öðru sæti og farið alla leið í oddaleik í úrslitum. „Já, við gerum það. En ég get sagt að sama skapi að þetta er með því mest svekkjandi sem ég hef lent í. Að vera 2-1 yfir, fara á heimavöll og tapa naumum leik. Það er erfitt að kyngja þessu.“ Síðasta sumar var orðrómur um að Matthías væri á leið úr Breiðholtinu og heim í sitt uppeldisfélag, KR. Hvar verður hann þegar Domino‘s deildin fer í gang að ný í október 2019? „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég þarf að byrja á að laga hnéð á mér, laga ökklann á mér, laga mjöðmina á mér og svo sé ég til hvað ég geri. Fyrst og fremst þarf ég bara að taka mér smá frí og kúpla mig út úr körfuboltanum,“ segir hinn 24 ára Matthías Orri. Dominos-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Matthías Orri Sigurðarson stóð við loforð sitt frá síðasta tímabili og kom ÍR í úrslit Domino‘s deildar karla. Hann náði þó ekki að fara alla leið, ÍR tapaði fyrir KR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld. „Varnarleikurinn var hræðilegur. Þeir voru bara tilbúnir, voru aðeins ferskari og hittu úr skotunum sínum. Þeir áttu bara kvöldið og til hamingju KR. Þeir voru frábærir í kvöld,“ sagði Matthías í leikslok. KR vann leikinn 98-70. ÍR fór lengri leið en KR í úrslitin, í gegnum tvær seríur sem fóru allar í oddaleik á meðan KR kláraði sínar seríur 3-0 og 3-1. Matthías vildi þó ekki nota þreytu sem afsökun. „Það gæti alveg verið en mér finnst að það ætti ekki að vera þannig. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu beittir í dag. Varnarlega vorum við bara hræðilegir og náðum ekki að fylla upp í skarð Capers.“ „KR-ingar voru bara frábærir, ég get eiginlega ekki tekið neitt af þeim.“ ÍR-ingar ættu þó að geta farið nokkuð sáttir frá borði eftir að hafa rétt komist inn í úrslitakeppnina, slegið út deildarmeistarana og liðið í öðru sæti og farið alla leið í oddaleik í úrslitum. „Já, við gerum það. En ég get sagt að sama skapi að þetta er með því mest svekkjandi sem ég hef lent í. Að vera 2-1 yfir, fara á heimavöll og tapa naumum leik. Það er erfitt að kyngja þessu.“ Síðasta sumar var orðrómur um að Matthías væri á leið úr Breiðholtinu og heim í sitt uppeldisfélag, KR. Hvar verður hann þegar Domino‘s deildin fer í gang að ný í október 2019? „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég þarf að byrja á að laga hnéð á mér, laga ökklann á mér, laga mjöðmina á mér og svo sé ég til hvað ég geri. Fyrst og fremst þarf ég bara að taka mér smá frí og kúpla mig út úr körfuboltanum,“ segir hinn 24 ára Matthías Orri.
Dominos-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti