40% ökunema falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 20:35 Hlutfall þeirra sem falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið hefur aukist frá árunum 2017 og 2016. Vísir/Vilhelm 40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar. Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar.
Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira