Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. Katrín er á ferðalagi um Bretlandseyjar og ræddi á þriðjudag við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, í Edingborg.
Í gær átti Katrín svo fund með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Á báðum fundum voru loftslagsmál ofarlega á baugi og svo var einnig á fundi Katrínar með May í dag.
Katrín hefur sagt þá forrystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líta til Íslendinga hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum.
Rætt verður við Katrínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

