Dólgafemínismi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. maí 2019 07:00 Það er alkunna að ofstækisfull barátta skaðar málstað fremur en að vinna honum gagn. Þetta mættu dólgafemínistar, sem koma sér iðulega í hlutverk geltandi varðhunda, hafa í huga. Í herbúðum þeirra væri ráð að sýna meiri yfirvegun og skynsemi í stað þess að koma sér samstundis í árásarstellingar hagi einhver máli sínu ekki eins og þessum dólgafemínistum þóknast. Það er dapurlegt að fylgjast með öfgafemínistum, sem koma óorði á hinn femíniska málstað, steypa sér hlakkandi yfir bráð sína. Bráðin er nær undantekningarlaust karlmaður – það segir sig sjálft – oft miðaldra eða eldri en það og stimplaður sem karlfauskur sem skilur ekki samtímann og því skal honum ekki hlíft. Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi. Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi. Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála. Ekkert í þessum orðum hans var þess eðlis að ástæða væri til að ærast yfir þeim. Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns. Nýjasta innlegg Hildar í feminíska baráttu er Tvitter færsla þar sem hún birti myndir af níu fyrrverandi ráðherrum með orðunum: „Ríða, drepa, giftast?“ Allir eru ráðherrarnir karlmenn, komnir vel á aldur. Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug.Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alkunna að ofstækisfull barátta skaðar málstað fremur en að vinna honum gagn. Þetta mættu dólgafemínistar, sem koma sér iðulega í hlutverk geltandi varðhunda, hafa í huga. Í herbúðum þeirra væri ráð að sýna meiri yfirvegun og skynsemi í stað þess að koma sér samstundis í árásarstellingar hagi einhver máli sínu ekki eins og þessum dólgafemínistum þóknast. Það er dapurlegt að fylgjast með öfgafemínistum, sem koma óorði á hinn femíniska málstað, steypa sér hlakkandi yfir bráð sína. Bráðin er nær undantekningarlaust karlmaður – það segir sig sjálft – oft miðaldra eða eldri en það og stimplaður sem karlfauskur sem skilur ekki samtímann og því skal honum ekki hlíft. Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi. Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi. Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála. Ekkert í þessum orðum hans var þess eðlis að ástæða væri til að ærast yfir þeim. Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns. Nýjasta innlegg Hildar í feminíska baráttu er Tvitter færsla þar sem hún birti myndir af níu fyrrverandi ráðherrum með orðunum: „Ríða, drepa, giftast?“ Allir eru ráðherrarnir karlmenn, komnir vel á aldur. Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug.Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun