Enski boltinn

Sarri: Varnarkrísa hjá Chelsea

Antonio Rudiger spilar ekki meira fyrir Chelsea á tímabilinu
Antonio Rudiger spilar ekki meira fyrir Chelsea á tímabilinu vísir/getty
Maurizio Sarri segir Chelsea vera í vandræðum þar sem varnarkrísa sé í liðinu fyrir fyrri undanúrslitaleikinn við Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni.

Aðeins tveir miðverðir eru heilir heilsu í liði Chelsea, David Luiz og Andreas Christensen.

Antonio Rudiger verður ekki með Chelsea það sem eftir er og Gary Cahill er einnig meiddur.

„Við fáum Cahill vonandi til baka eftir viku. En hann er úti í dag og við erum í vandræðum með miðverði,“ sagði Sarri.

„Við höfum látið Cesar Azpilicueta spila miðvörðinn á æfingum ef úr verður að hann sé sá eini sem getur spilað þá stöðu.“

Chelsea er í baráttu um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni, það gæti orðið svo að Evrópudeildin sé besta leiðin fyrir félagið til þess að tryggja sig ínn í Meistaradeildina.

„Við viljum ná fjórða sætinu, við viljum komast í Meistaradeildina í gegnum úrvalsdeildina. Það er mjög erfitt að ná fjórum efstu sætunum í úrvalsdeildinni.“

Leikur Frankfurt og Chelsea hefst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×