Innlent

Sækja stúlku sem slasaðist í Esjunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Esjubrúnum en slasaðist í hlíðum fjallsins rétt fyrir neðan Þverfellshorn.
Frá Esjubrúnum en slasaðist í hlíðum fjallsins rétt fyrir neðan Þverfellshorn. Vísir/Egill
Björgunarsveitar- og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út vegna ungrar stúlku sem slasaðist í hlíðum Esjunnar á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er stúlkan, sem er um 10 ára aldur, ekki alvarlega slösuð en þó ófær um að ganga niður fjallið sökum meiðsla. 

Fyrstu fregnir bentu til þess að hún væri ekki ofarlega í fjallinu, en síðar kom í ljós að hún var í hlíðum fjallsins undir Þverfellshorni. 

Eftirfarandi tilkynning barst frá Landsbjörg vegna málsins klukkan 18:29: 

Rétt fyrir sex var óskað eftir aðstoð björgunarsveita í Esjunni. Ung stúlka hafði hrasað á gönguleiðinni og slasast á fæti, hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Björgunarsveitafólk ásamt sjúkrafluttningamönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru á sexhjólum upp hlíðar Esjunnar til aðstoðar við stúlkuna.

Nú rétt í þessu, rúmum hálftíma eftir að óskað var eftir aðstoð, eru fyrstu viðbragðsaðilar komnir á vettvang ofarlega í hlíðum fjallsins undir Þverfellshorni. Fyrstu upplýsingar bentu þó til þess að vettvangurinn væri neðarlega í fjallinu.

Sjúkraflutningamenn hlúa að henni og búa hana undir fluttning niður fjallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×