Grái herinn krefst þess að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 14:38 Ásdís Skúladóttir í ræðustól á Húsavík í dag. erna indriðadóttir Það er ófrávíkjanleg krafa Gráa hersins, aðgerðahóps eldri borgara, að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri lágmarkslaunum í landinu. Vill hópurinn að eldri borgarar fái sömu launahækkanir og lægst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði samdi um í nýgerðum kjarasamningum. Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. „Dagurinn í dag er söguleg stund því þetta er í fyrsta sinn sem eftirlaunafólki er boðið að halda sjálfa hátíðarræðuna á degi verkalýðsins 1. maí. Það sem meira er dagurinn hér á Húsavík er helgaður baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum: Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn, félag iðnaðarmanna, hafa boðið eftirlaunafólki að láta rödd sína hljóma hér í dag,“ sagði Ágústa við upphaf ræðu sinnar á Húsavík í dag. Spyr hvers vegna eldri borgarar eigi ekki sæti við samningaborðið Ágústa gagnrýndi að í hinum nýja lífskjarasamningi væri hvergi minnst á launakjör eldri borgara enda komu þeir ekki að samningaborðinu. „Af hverju er okkur skákað til hliðar? Hvers vegna eigum við ekki sæti við samningaborðið? Nei, við erum bara sett í nefnd sem skilar ekki af sér fyrr en undir jól – við þekkjum þessa nefnd vel. Síður fésbókarinnar loga! Ég endurtek: Krafa okkar er skýr. Við krefjumst þess að fá sömu launahækkanir fyrir eldri borgara og lægst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði samdi um í nýgerðum kjarasamningum. Við viljum sömu hækkanir frá og með sama degi og aðrir hafa samið um. Það er ófrávíkjanleg krafa Gráa hersins að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun í landinu,“ sagði Ágústa. Þá gerði hún einnig að umtalsefni málsókn Gráa hersins á hendur ríkinu sem farið er í vegna „óréttlátra og yfirgengilegra tekjutenginga.“ „Byltingin byrjar á Húsavík!“ „Að fara í málssókn hefur lengi verið til umræðu. Það sem hefur hamlað er auraleysi. Framsýn stéttarfélag gekk að vísu fram fyrir skjöldu fyrir margt löngu og sagðist myndu styrkja dómsmálið fjárhagslega. Það gaf byr í seglinn. Síðan gerðist það að Verslunarmannafélag Reykjavíkur ákvað eftir fund Gráa hersins með Ragnari Þór Ingólfssyni, að VR myndi styrkja Gráa herinn til að ráðast í slík málaferli, Félag málmiðnaðarmanna hefur gert hið sama, Rafiðnaðarsamband Íslands samþykkt að leggja fram fjármagn og Félag eldri borgara í Reykjavík hefur samþykkti að gerast stofnaðili að málsóknarsjóðnum og að leggja fram peninga. Síðan hafa borist fyrirheit frá fleiri stéttarfélögum, félögum eldri borgara og einstaklingum um peningalegan stuðning. Þessari málsókn er ætlað að fara „alla leið“ - upp eftir öllum dómsstigunum og enda fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassburg, ef með þarf,“ sagði Ágústa. Hún sagði að auðsjáanlega væri áhyggjulausa ævikvöldið ekki fyrir alla heldur bara suma. Ágústa lauk svo ræðu sinni á þessum orðum: „Þeir eru líka orðnir ansans ári margir sem kvíða þessu tímabili ævinnar. Vilja ekki vera settir í nefnd, ekki láta tala um sig eins og þeir séu engilsprettufaraldur, ekki vera „bótaþegar“, ekki „ótímabært brottkast“ og ekki „fráflæðisvandi“ hátæknisjúkrahúsa …..! Við erum hætt að bíða! Byltingin byrjar á Húsavík!“ Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Það er ófrávíkjanleg krafa Gráa hersins, aðgerðahóps eldri borgara, að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri lágmarkslaunum í landinu. Vill hópurinn að eldri borgarar fái sömu launahækkanir og lægst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði samdi um í nýgerðum kjarasamningum. Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. „Dagurinn í dag er söguleg stund því þetta er í fyrsta sinn sem eftirlaunafólki er boðið að halda sjálfa hátíðarræðuna á degi verkalýðsins 1. maí. Það sem meira er dagurinn hér á Húsavík er helgaður baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum: Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn, félag iðnaðarmanna, hafa boðið eftirlaunafólki að láta rödd sína hljóma hér í dag,“ sagði Ágústa við upphaf ræðu sinnar á Húsavík í dag. Spyr hvers vegna eldri borgarar eigi ekki sæti við samningaborðið Ágústa gagnrýndi að í hinum nýja lífskjarasamningi væri hvergi minnst á launakjör eldri borgara enda komu þeir ekki að samningaborðinu. „Af hverju er okkur skákað til hliðar? Hvers vegna eigum við ekki sæti við samningaborðið? Nei, við erum bara sett í nefnd sem skilar ekki af sér fyrr en undir jól – við þekkjum þessa nefnd vel. Síður fésbókarinnar loga! Ég endurtek: Krafa okkar er skýr. Við krefjumst þess að fá sömu launahækkanir fyrir eldri borgara og lægst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði samdi um í nýgerðum kjarasamningum. Við viljum sömu hækkanir frá og með sama degi og aðrir hafa samið um. Það er ófrávíkjanleg krafa Gráa hersins að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun í landinu,“ sagði Ágústa. Þá gerði hún einnig að umtalsefni málsókn Gráa hersins á hendur ríkinu sem farið er í vegna „óréttlátra og yfirgengilegra tekjutenginga.“ „Byltingin byrjar á Húsavík!“ „Að fara í málssókn hefur lengi verið til umræðu. Það sem hefur hamlað er auraleysi. Framsýn stéttarfélag gekk að vísu fram fyrir skjöldu fyrir margt löngu og sagðist myndu styrkja dómsmálið fjárhagslega. Það gaf byr í seglinn. Síðan gerðist það að Verslunarmannafélag Reykjavíkur ákvað eftir fund Gráa hersins með Ragnari Þór Ingólfssyni, að VR myndi styrkja Gráa herinn til að ráðast í slík málaferli, Félag málmiðnaðarmanna hefur gert hið sama, Rafiðnaðarsamband Íslands samþykkt að leggja fram fjármagn og Félag eldri borgara í Reykjavík hefur samþykkti að gerast stofnaðili að málsóknarsjóðnum og að leggja fram peninga. Síðan hafa borist fyrirheit frá fleiri stéttarfélögum, félögum eldri borgara og einstaklingum um peningalegan stuðning. Þessari málsókn er ætlað að fara „alla leið“ - upp eftir öllum dómsstigunum og enda fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassburg, ef með þarf,“ sagði Ágústa. Hún sagði að auðsjáanlega væri áhyggjulausa ævikvöldið ekki fyrir alla heldur bara suma. Ágústa lauk svo ræðu sinni á þessum orðum: „Þeir eru líka orðnir ansans ári margir sem kvíða þessu tímabili ævinnar. Vilja ekki vera settir í nefnd, ekki láta tala um sig eins og þeir séu engilsprettufaraldur, ekki vera „bótaþegar“, ekki „ótímabært brottkast“ og ekki „fráflæðisvandi“ hátæknisjúkrahúsa …..! Við erum hætt að bíða! Byltingin byrjar á Húsavík!“
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30
„Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54