Áhættan í þínu viðskiptasafni Kári Finnsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Vísbendingar eru um að útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja sé að aukast og því skiptir töluverðu máli fyrir fyrirtæki að fylgjast með því hvernig áhættan í þeirra viðskiptasafni er að þróast. Fyrirtæki sem eru meðvituð um sína stöðu eru betur í stakk búin til að grípa til aðgerða þegar áhættan á töpuðum kröfum eykst. Til þess að geta lagt mat á stöðuna er nauðsynlegt að hafa áreiðanleg gögn innan handar. Samkvæmt nýlegri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja er nýskráningum á vanskilaskrá farið að fjölga eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Rúm 3% íslenskra fyrirtækja komu ný inn á skrá á síðustu sex mánuðum en það er hærra hlutfall en hefur mælst á sambærilegu tímabili á síðustu tveimur árum. Alls eru 12,3% allra einkahlutafélaga og hlutafélaga á Íslandi á vanskilaskrá samkvæmt nýjustu mælingum. Þegar vanskil eru greind þá er ekki nóg að skoða aðeins fjölda fyrirtækja á vanskilaskrá heldur þarf einnig að líta til nýskráninga. Lögaðilar geta verið mislengi á skrá og því gefa nýskráningar betri mynd af því hver þróunin er hverju sinni. Sjá má aukningu á nýskráningum í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðfylgjandi mynd sýnir að mesta aukningin á sér stað í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun. Þá komu 4,62% fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun. Aukin umsvif – aukin áhætta Því stærra sem viðskiptasafn fyrirtækja er því erfiðara getur verið að halda utan um mögulega áhættu í því safni. Örar breytingar á viðskiptavinum gera þessa vinnu enn erfiðari og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki temji sér skilvirkar vinnureglur til að halda utan um viðskiptin. Eins skiptir miklu máli að fylgja eftir breytingum í viðskiptasafninu til að takmarka líkurnar á vanefndum viðskiptavina. Þegar ákvarðanir um reikningsviðskipti eru teknar þurfa þær ákvarðanir að vera byggðar á gögnum frekar en huglægu mati hverju sinni. Sérfræðiþekking skiptir miklu máli við ákvarðanatöku en hún nýtist illa ef hún er ekki tekin á traustum grundvelli áreiðanlegra gagna. Einnig eru auknar kröfur gerðar til fyrirtækja um hraða og nákvæmni í viðskiptum. Það er ljóst að þessum kröfum verður ekki mætt einungis með mannshöndinni. Kostir við sjálfvirkar ákvarðanir Sérstaða Creditinfo er fólgin í öflun nauðsynlegra upplýsinga til að styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Við höfum fundið fyrir því að fyrirtæki kalla í auknum mæli eftir sjálfvirkum lausnum til að vinna úr lánshæfisgögnum og til að taka ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti. Þess vegna höfum við unnið með fjölda fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis við að útbúa viðskiptareglur – lausn sem vinnur samhliða með gögn fyrirtækja og gögn frá Creditinfo til að taka mikilvægar ákvarðanir á svipstundu. Töluverður vinnu- og tímasparnaður er fólginn í því að gera endurteknar ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti sjálfvirkar. Um leið og slíkir ferlar eru til staðar hjá fyrirtækjum verða ákvarðanir einnig nákvæmari vegna þess að þeir draga úr hættunni á mannlegum mistökum. Kostnaðurinn við slík mistök er oft hulinn og er fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja en marga myndi gruna. Ef það er eitthvað sem tölvur geta leyst vel af hólmi þá eru það margar endurteknar ákvarðanir. Fyrirtæki nýta starfsfólk sitt mun betur ef þeim tekst að draga úr slíkum verkefnum og þau geta í auknum mæli fært starfsfólk til krefjandi verkefna sem kalla á inntaksrík mannleg samskipti og skapandi hugsun. Þar sem útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja er að aukast skiptir máli fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um stöðu viðskiptavina sinna með tilliti til lánshæfis. Fyrirtæki sem vakta áhættuna í sínu viðskiptasafni hafa verðmæta yfirsýn yfir reksturinn sem veitir þeim skýrt samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem hafa sjálfvirka og vel skilgreinda ferla utan um viðskipti sín ganga skrefinu lengra og skapa grundvöll til að stunda stöðugan og traustan rekstur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Finnsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Vísbendingar eru um að útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja sé að aukast og því skiptir töluverðu máli fyrir fyrirtæki að fylgjast með því hvernig áhættan í þeirra viðskiptasafni er að þróast. Fyrirtæki sem eru meðvituð um sína stöðu eru betur í stakk búin til að grípa til aðgerða þegar áhættan á töpuðum kröfum eykst. Til þess að geta lagt mat á stöðuna er nauðsynlegt að hafa áreiðanleg gögn innan handar. Samkvæmt nýlegri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja er nýskráningum á vanskilaskrá farið að fjölga eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Rúm 3% íslenskra fyrirtækja komu ný inn á skrá á síðustu sex mánuðum en það er hærra hlutfall en hefur mælst á sambærilegu tímabili á síðustu tveimur árum. Alls eru 12,3% allra einkahlutafélaga og hlutafélaga á Íslandi á vanskilaskrá samkvæmt nýjustu mælingum. Þegar vanskil eru greind þá er ekki nóg að skoða aðeins fjölda fyrirtækja á vanskilaskrá heldur þarf einnig að líta til nýskráninga. Lögaðilar geta verið mislengi á skrá og því gefa nýskráningar betri mynd af því hver þróunin er hverju sinni. Sjá má aukningu á nýskráningum í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðfylgjandi mynd sýnir að mesta aukningin á sér stað í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun. Þá komu 4,62% fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun. Aukin umsvif – aukin áhætta Því stærra sem viðskiptasafn fyrirtækja er því erfiðara getur verið að halda utan um mögulega áhættu í því safni. Örar breytingar á viðskiptavinum gera þessa vinnu enn erfiðari og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki temji sér skilvirkar vinnureglur til að halda utan um viðskiptin. Eins skiptir miklu máli að fylgja eftir breytingum í viðskiptasafninu til að takmarka líkurnar á vanefndum viðskiptavina. Þegar ákvarðanir um reikningsviðskipti eru teknar þurfa þær ákvarðanir að vera byggðar á gögnum frekar en huglægu mati hverju sinni. Sérfræðiþekking skiptir miklu máli við ákvarðanatöku en hún nýtist illa ef hún er ekki tekin á traustum grundvelli áreiðanlegra gagna. Einnig eru auknar kröfur gerðar til fyrirtækja um hraða og nákvæmni í viðskiptum. Það er ljóst að þessum kröfum verður ekki mætt einungis með mannshöndinni. Kostir við sjálfvirkar ákvarðanir Sérstaða Creditinfo er fólgin í öflun nauðsynlegra upplýsinga til að styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Við höfum fundið fyrir því að fyrirtæki kalla í auknum mæli eftir sjálfvirkum lausnum til að vinna úr lánshæfisgögnum og til að taka ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti. Þess vegna höfum við unnið með fjölda fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis við að útbúa viðskiptareglur – lausn sem vinnur samhliða með gögn fyrirtækja og gögn frá Creditinfo til að taka mikilvægar ákvarðanir á svipstundu. Töluverður vinnu- og tímasparnaður er fólginn í því að gera endurteknar ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti sjálfvirkar. Um leið og slíkir ferlar eru til staðar hjá fyrirtækjum verða ákvarðanir einnig nákvæmari vegna þess að þeir draga úr hættunni á mannlegum mistökum. Kostnaðurinn við slík mistök er oft hulinn og er fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja en marga myndi gruna. Ef það er eitthvað sem tölvur geta leyst vel af hólmi þá eru það margar endurteknar ákvarðanir. Fyrirtæki nýta starfsfólk sitt mun betur ef þeim tekst að draga úr slíkum verkefnum og þau geta í auknum mæli fært starfsfólk til krefjandi verkefna sem kalla á inntaksrík mannleg samskipti og skapandi hugsun. Þar sem útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja er að aukast skiptir máli fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um stöðu viðskiptavina sinna með tilliti til lánshæfis. Fyrirtæki sem vakta áhættuna í sínu viðskiptasafni hafa verðmæta yfirsýn yfir reksturinn sem veitir þeim skýrt samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem hafa sjálfvirka og vel skilgreinda ferla utan um viðskipti sín ganga skrefinu lengra og skapa grundvöll til að stunda stöðugan og traustan rekstur til framtíðar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun