Segir eiginmann sinn beittan andlegu ofbeldi í fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 23:30 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó.
Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29