82 prósent miða á EM 2020 til almennra stuðningsmanna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 07:00 Úrslitaleikur EM 2020 verður í Lundúnum, en leikir riðlakeppninnar verða um alla Evrópu vísir/getty UEFA segist ætla að setja hinn almenna stuðningsmann fyrst þegar kemur að miðasöluáætlunum fyrir EM 2020 og yfir þrír fjórðu miðanna fari í hendur stuðningsmanna. EM 2020 verður ekki haldið í einu eða tveimur nágrannalöndum heldur út um alla Evrópu. Því er ljóst að ferðakostnaður stuðningsmanna í kringum mótið gæti orðið þó nokkur. UEFA tilkynnti að ein milljón aðgöngumiða á leikina 44 í keppninni verði á 50 evrur eða minna, það eru rétt tæpar 7000 íslenskar krónur. Þá verði miðar fyrir hreyfihamlaða alltaf í lægsta verðflokki og í boði að sækja um frían miða fyrir aðstoðarmanneskju sé þörf á því. Miðasalan hefst 12. júní og stendur fyrsti fasi hennar yfir í mánuð. Þar verða 1,5 milljón miða í boði fyrir almenning, sem er hálfri milljón meira en var í boði í fyrsta fasa fyrir EM 2016. Alls segir UEFA að 82 prósent allra miða fari til almennings. UEFA hefur fengið mikla gagnrýni á síðustu dögum fyrir hversu lítið af miðum á úrslitaleikina tvo í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni fari til stuðningsmanna. Stuðningsmenn Tottenham og Liverpool samtals aðeins 33 þúsund miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar en völlurinn í Madríd tekur 68 þúsund í sæti. Stuðningsmenn Arsenal og Chelsea fá 12 þúsund miða á úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar völlurinn í Baku tekur 68,700. Leikir EM 2020 fara fram í 12 borgum. London, München, Róm, Bakú, Sankti Pétursborg, Búkarest, Amsterdam, Dublin, Bilbao, Búdapest, Glasgow og Kaupmannahöfn. Undanúrslitin og úrslitin fara fram á Wembley í London. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
UEFA segist ætla að setja hinn almenna stuðningsmann fyrst þegar kemur að miðasöluáætlunum fyrir EM 2020 og yfir þrír fjórðu miðanna fari í hendur stuðningsmanna. EM 2020 verður ekki haldið í einu eða tveimur nágrannalöndum heldur út um alla Evrópu. Því er ljóst að ferðakostnaður stuðningsmanna í kringum mótið gæti orðið þó nokkur. UEFA tilkynnti að ein milljón aðgöngumiða á leikina 44 í keppninni verði á 50 evrur eða minna, það eru rétt tæpar 7000 íslenskar krónur. Þá verði miðar fyrir hreyfihamlaða alltaf í lægsta verðflokki og í boði að sækja um frían miða fyrir aðstoðarmanneskju sé þörf á því. Miðasalan hefst 12. júní og stendur fyrsti fasi hennar yfir í mánuð. Þar verða 1,5 milljón miða í boði fyrir almenning, sem er hálfri milljón meira en var í boði í fyrsta fasa fyrir EM 2016. Alls segir UEFA að 82 prósent allra miða fari til almennings. UEFA hefur fengið mikla gagnrýni á síðustu dögum fyrir hversu lítið af miðum á úrslitaleikina tvo í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni fari til stuðningsmanna. Stuðningsmenn Tottenham og Liverpool samtals aðeins 33 þúsund miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar en völlurinn í Madríd tekur 68 þúsund í sæti. Stuðningsmenn Arsenal og Chelsea fá 12 þúsund miða á úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar völlurinn í Baku tekur 68,700. Leikir EM 2020 fara fram í 12 borgum. London, München, Róm, Bakú, Sankti Pétursborg, Búkarest, Amsterdam, Dublin, Bilbao, Búdapest, Glasgow og Kaupmannahöfn. Undanúrslitin og úrslitin fara fram á Wembley í London.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira