Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 19:30 Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira