Everton hefur greitt vikulaun starfsfólks Bolton Wanderers sem hefur ekki enn fengið greidd laun vegna fjárhagsvandræða félagsins.
Bolton var sett í greiðslustöðvun fyrr í þessum mánuði og starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun í margar vikur.
Bolton féll úr ensku B-deildinni í vor og hefur væntanlega leik í C-deildinni meðan tólf stig í mínus á næsta tímabili. Vandræði Bolton eru svo mikil að það gaf einn leik í B-deildinni á tímabilinu vegna verkfalls leikmanna liðsins.
Bolton lék í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2001-12 og náði á þeim tíma Evrópusæti og komst í úrslitaleik deildabikarsins.
Síðustu ár hefur hallað undan fæti hjá Bolton sem er í afar erfiðri stöðu í dag.
Everton borgaði laun starfsfólks Bolton

Tengdar fréttir

Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus
Allt í steik hjá Bolton Wanderers.

Bolton getur ekki borgað laun en setti á fót matarsöfnun
Veturinn hefur verið erfiður fyrir Bolton Wanderers, innan sem utan vallar. Starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir vinnu í aprílmánuði og nú hefur félagið sett upp matarsöfnun fyrir starfsfólk sitt.