Innlent

Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata,.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata,. Vísir/vilhelm
Landssamband Framsóknarkvenna (LFK) telur niðurstöðu siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hafi brotið gegn siðareglum með ummælum sínum bera vott af þöggunartilburðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi.

„Telur stjórn LFK mikilvægt að veita þingmönnum svigrúm til að orða og veita stjórnsýslulegt aðhald hvað varðar meðferð þingmanna á almannafé líkt og hv. þingmaður gerði og siðanefnd dæmir sem brot á siðareglum,“ segir í tilkynningu.

Framsóknarkonur setja niðurstöðu siðanefndar jafnframt í samhengi við „hátterni ákveðinna þingmanna nýverið, þar sem höfð voru meiðandi ummæli um aðra þingmenn“, en gera má ráð fyrir að þar sé átt við þingmennina sem sátu á Klausturbar í nóvember. Hafi siðanefnd ekki talið ástæðu til að beita sér í að fordæma eða dæma þá brotlega gegn siðareglum þingmanna.

„Stjórn LFK telur að meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sé ómerkt í stóra samhenginu hvað varðar traust almennings á Alþingi. Álit siðanefndar er að mati LFK frekar til þess fallið að Alþingi bíði frekari álitshnekki en ella.“

Siðanefnd Alþingis taldi Þórhildi Sunnu hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×