Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 13:51 Strætisvagninn hafnaði langt utan vegar, líkt og sjá má af þessum myndum af vettvangi nú á öðrum tímanum. Vísir/Jói K. Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Heiðari Helgasyni, upplýsingafulltrúa Strætó, virðist sem bílstjóri vagnsins hafi fengið flogakast við akstur og misst meðvitund með fyrrgreindum afleiðingum. Myndir frá vettvangi sýna að strætisvagninn hafnaði á grasflöt nokkuð langt utan vegar. Bílstjóri og farþegi voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. Þrír farþegar voru í vagninum, leið 7 úr Mosfellsbæ niður í Spöng, þegar slysið varð. Guðmundur hefur eftir lögreglu að bílstjórinn hafi verið meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu að honum. Bílstjórinn var þó kominn til meðvitundar þegar hann var fluttur á slysadeild ásamt einum farþega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Eru áverkar þeirra taldir minniháttar. Lögregla hafði ekki upplýsingar um afdrif hinna farþeganna en vinna stendur enn yfir á vettvangi.Mikið lán að vagninn hafi haldist á hjólunum Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að allir í vagninum virðist hafa sloppið vel frá slysinu og þá hafi aðstæður á slysstað verið nokkuð góðar. „Það var greinilegt hvað hafði gerst, strætó farið hér út af veginum fyrir ofan og runnið hérna niður talsverðan halla eftir bílastæði en hélst alltaf á hjólunum, sem var mikið lán.“ Töluvert viðbragð var vegna slyssins en auk lögreglu sendi slökkvilið dælubíl og þrjá sjúkrabíla á slysstað. Þá hefur annar vagnstjóri verið kallaður út og er leið 7 aftur komin á áætlun eftir óhappið, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fréttin hefur verið uppfærð.Sjúkrabílar voru sendir á vettvang.Vísir/Jói K.Vagninn hélst á hjólunum allan tímann, sem þykir mikil mildi.Vísir/Jói K. Mosfellsbær Samgönguslys Slökkvilið Strætó Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Heiðari Helgasyni, upplýsingafulltrúa Strætó, virðist sem bílstjóri vagnsins hafi fengið flogakast við akstur og misst meðvitund með fyrrgreindum afleiðingum. Myndir frá vettvangi sýna að strætisvagninn hafnaði á grasflöt nokkuð langt utan vegar. Bílstjóri og farþegi voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. Þrír farþegar voru í vagninum, leið 7 úr Mosfellsbæ niður í Spöng, þegar slysið varð. Guðmundur hefur eftir lögreglu að bílstjórinn hafi verið meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu að honum. Bílstjórinn var þó kominn til meðvitundar þegar hann var fluttur á slysadeild ásamt einum farþega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Eru áverkar þeirra taldir minniháttar. Lögregla hafði ekki upplýsingar um afdrif hinna farþeganna en vinna stendur enn yfir á vettvangi.Mikið lán að vagninn hafi haldist á hjólunum Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að allir í vagninum virðist hafa sloppið vel frá slysinu og þá hafi aðstæður á slysstað verið nokkuð góðar. „Það var greinilegt hvað hafði gerst, strætó farið hér út af veginum fyrir ofan og runnið hérna niður talsverðan halla eftir bílastæði en hélst alltaf á hjólunum, sem var mikið lán.“ Töluvert viðbragð var vegna slyssins en auk lögreglu sendi slökkvilið dælubíl og þrjá sjúkrabíla á slysstað. Þá hefur annar vagnstjóri verið kallaður út og er leið 7 aftur komin á áætlun eftir óhappið, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fréttin hefur verið uppfærð.Sjúkrabílar voru sendir á vettvang.Vísir/Jói K.Vagninn hélst á hjólunum allan tímann, sem þykir mikil mildi.Vísir/Jói K.
Mosfellsbær Samgönguslys Slökkvilið Strætó Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira