Vegagerðin gerir ráð fyrir 15% stærri flóðum en áður vegna loftslagsbreytinga Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 11:45 Frá Skaftárhlaupi. Vísir/Einar árnason Vegagerðin gerir ráð fyrir að flóð verði um 15% stærri en áður vegna loftslagsbreytinga. Forstöðumaður hönnunardeildar stofnunarinnar segir að forsendur hönnunar vega og brúa séu aðrar en áður í þessu ljósi. Þannig verði brýr um 15% lengri en áður. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fjórðungur af kostnaði tjóna sem Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa greitt á 30 ára tímabili er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í tjóna- og áhættumati hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands, sagði á ráðstefnu sem fór fram í gær um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum að heildartjón stofnunarinnar á þessu tímabili nemi tæpum 34 milljörðum króna á núvirði. Kostnaður vegna tjóna af völdum loftslagstengdra atburða nemur um 275 milljónum króna á ári. „Okkar sýn er sú að tíðni tjóna muni aukast þannig að endurkomutími atburða sem áður hafði 100 ár verði í framtíðinni með endurkomutíma upp á 10 ár,“ sagði Jón. Frá brúarsmíðinni yfir Eldvatn.Mynd/vegagerðin Flóð stærri og brýr lengri en áður Hjá Vegagerðinni er einnig tekið tillit til áhrifa af völdum loftslagsbreytinga. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir að hönnunarforsendur varðandi vegi og brýr séu aðrar en áður. „Við erum að hanna fyrri stærri flóð en við gerðum fyrir tíu árum. Flóðtopparnir sem við erum að ákvarða vatnsop og brýr fyrir eru 10-15% stærri en áður með tilheyrandi lengri brúm og stærri ræsum,“ segir Guðmundur. Veðurstofustjóri hefur bent á að setja verði á fót svokallað loftslagssetur sem verði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Samtal og samvinna hlýtur að hjálpa til. Við erum að deila gögnum sem við erum að safna í daglegri starfsemi til annarra aðila. Ég held að það sé jákvætt í sjálfu sér að nýta samvinnu ólíkra aðila á þessu sviði,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar. Loftslagsmál Samgöngur Hlaup í Skaftá Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Vegagerðin gerir ráð fyrir að flóð verði um 15% stærri en áður vegna loftslagsbreytinga. Forstöðumaður hönnunardeildar stofnunarinnar segir að forsendur hönnunar vega og brúa séu aðrar en áður í þessu ljósi. Þannig verði brýr um 15% lengri en áður. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fjórðungur af kostnaði tjóna sem Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa greitt á 30 ára tímabili er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í tjóna- og áhættumati hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands, sagði á ráðstefnu sem fór fram í gær um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum að heildartjón stofnunarinnar á þessu tímabili nemi tæpum 34 milljörðum króna á núvirði. Kostnaður vegna tjóna af völdum loftslagstengdra atburða nemur um 275 milljónum króna á ári. „Okkar sýn er sú að tíðni tjóna muni aukast þannig að endurkomutími atburða sem áður hafði 100 ár verði í framtíðinni með endurkomutíma upp á 10 ár,“ sagði Jón. Frá brúarsmíðinni yfir Eldvatn.Mynd/vegagerðin Flóð stærri og brýr lengri en áður Hjá Vegagerðinni er einnig tekið tillit til áhrifa af völdum loftslagsbreytinga. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir að hönnunarforsendur varðandi vegi og brýr séu aðrar en áður. „Við erum að hanna fyrri stærri flóð en við gerðum fyrir tíu árum. Flóðtopparnir sem við erum að ákvarða vatnsop og brýr fyrir eru 10-15% stærri en áður með tilheyrandi lengri brúm og stærri ræsum,“ segir Guðmundur. Veðurstofustjóri hefur bent á að setja verði á fót svokallað loftslagssetur sem verði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Samtal og samvinna hlýtur að hjálpa til. Við erum að deila gögnum sem við erum að safna í daglegri starfsemi til annarra aðila. Ég held að það sé jákvætt í sjálfu sér að nýta samvinnu ólíkra aðila á þessu sviði,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar.
Loftslagsmál Samgöngur Hlaup í Skaftá Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira