Á meðal þess sem ákveðið var að gera var að leggja málið í dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu á síðasta ári og þá var hugmyndinni hafnað. Atkvæðagreiðslan var þó ekki bindandi og náði frumvarpið í gegn í morgun.
Mörg hundruð stuðningsmenn fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Taípei.
AP fréttaveitan segir forsvarsmenn trúarhreyfinga hafa komið í veg fyrir innleiðingu svipaðra laga víða um Asíu, eins og í Japan, en þó sé verið að skoða að gera samkynja pörum kleift að njóta staðfestar samvistar í Taílandi. Forsvarsmenn mannréttindasamtaka vonast til þess að þessar vendingar í Taívan muni leiða til að fleiri ríki Asíu samþykki sambærileg lög.
AFP graphic showing places where gay marriage and civil unions are legal@AFPgraphics pic.twitter.com/gK2Pl30q7x
— AFP news agency (@AFP) May 17, 2019