Chelsea Manning send aftur í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 22:28 Manning fyrir utan dómshúsið í Alexandríu í Virginíu í dag. Vísir/EPA Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, fyrrverandi hermaður og heimildarmaður Wikileaks, hefði sýnt dómstólnum óvirðingu með því að neita að bera vitni. Manning verður aftur send í fangelsi en hún sat áður inni í tvo mánuði fyrir að neita að svara spurningum um Wikileaks. Saksóknarar vilja að Manning beri vitni fyrir ákærudómstól um hvernig samstarfi hennar við Wikileaks var háttað þegar hún kom fjölda leyniskjala til uppljóstranavefsins árið 2010. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti vegna lekans og sækjast bandarísk yfirvöld eftir því að fá hann framseldan frá Bretlandi. Manning hefur hins vegar neitað að bera vitni. Hún afplánaði tveggja mánaða fangelsisrefsingu fyrir að sýna dómstól óvirðingu í Virginíu en var sleppt í síðustu viku. Nú segir Reuters-fréttastofan að alríkisdómari í Virginíu hafi aftur talið hana sýna réttinum óvirðingu og gert henni fangelsisrefsingu. Verði Manning ekki við stefnu um að bera vitni fyrir ákærudómstóli innan þrjátíu daga verður hún sektuð um 500 dollara á dag, jafnvirði rúmlega 61.000 íslenskra króna. Dagssektin tvöfaldast verði hún ekki við henni innan sextíu daga. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017. Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, fyrrverandi hermaður og heimildarmaður Wikileaks, hefði sýnt dómstólnum óvirðingu með því að neita að bera vitni. Manning verður aftur send í fangelsi en hún sat áður inni í tvo mánuði fyrir að neita að svara spurningum um Wikileaks. Saksóknarar vilja að Manning beri vitni fyrir ákærudómstól um hvernig samstarfi hennar við Wikileaks var háttað þegar hún kom fjölda leyniskjala til uppljóstranavefsins árið 2010. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti vegna lekans og sækjast bandarísk yfirvöld eftir því að fá hann framseldan frá Bretlandi. Manning hefur hins vegar neitað að bera vitni. Hún afplánaði tveggja mánaða fangelsisrefsingu fyrir að sýna dómstól óvirðingu í Virginíu en var sleppt í síðustu viku. Nú segir Reuters-fréttastofan að alríkisdómari í Virginíu hafi aftur talið hana sýna réttinum óvirðingu og gert henni fangelsisrefsingu. Verði Manning ekki við stefnu um að bera vitni fyrir ákærudómstóli innan þrjátíu daga verður hún sektuð um 500 dollara á dag, jafnvirði rúmlega 61.000 íslenskra króna. Dagssektin tvöfaldast verði hún ekki við henni innan sextíu daga. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017.
Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15 Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Rannsókn hefur verið opnuð á nýjan leik vegna ásakana á hendur Julian Assange um nauðgun. 13. maí 2019 20:15
Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning er fyrrverandi hermaður sem var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. 8. mars 2019 15:43
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31
Manning laus úr fangelsi Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi. 10. maí 2019 07:18