Iðgjald vátrygginga gæti hækkað vegna tíðari og verri flóða Sighvatur Jónsson skrifar 16. maí 2019 23:30 Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga. Loftslagsráð var skipað fyrir ári. Hlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir loftslagsbaráttuna tvíþætta, annars vegar snýr hún að áætlunum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að aðlögun að loftslagsbreytingum. „Við munum þurfa að lifa líka með einhverjum afleiðingum af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið og munu verða. Þá er mikilvægt að samfélagið sé tilbúið til að aðlagast slíkum breytingum í framtíðinni,“ segir ráðherrann. Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. „Þá hef ég falið loftslagsráði að leiðbeina stjórnvöldum um hvernig eigi að vinna þessa áætlun þannig að vinnan er komin í gagn sem betur fer,“ segir Guðmundur Ingi.Langflest tjón tengjast loftslagi „Það skiptir öllu máli að allir sem hafa hagsmuni og hlutverk í þessu samhengi tali saman og hjálpist að við að meta hagkvæmni þess að ráðast í einhverjar aðgerðir,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Náttúruhamfaratrygging Íslands skoðar hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar næstu áratugi geta haft á kostnað og umfang tjóna. „Ef við skoðum þrjátíu ára sögu þá eru um það bil 25% af tjónskostnaðinum vegna atburða sem tengjast loftslagi,“ segir Jón Örvar. Þegar litið er til fjölda atburða er niðurstaðan sú að 95% af tjónum tengjast loftslagi. „Það er ekkert útilokað í framtíðinni ef flóð til dæmis aukast og verða tíðari og alvarlegri að þá þurfum við að hækka iðgjald vátryggingarinnar til að standa straum af tjónskostnaðinum,“ segir hann. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga. Loftslagsráð var skipað fyrir ári. Hlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir loftslagsbaráttuna tvíþætta, annars vegar snýr hún að áætlunum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að aðlögun að loftslagsbreytingum. „Við munum þurfa að lifa líka með einhverjum afleiðingum af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið og munu verða. Þá er mikilvægt að samfélagið sé tilbúið til að aðlagast slíkum breytingum í framtíðinni,“ segir ráðherrann. Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. „Þá hef ég falið loftslagsráði að leiðbeina stjórnvöldum um hvernig eigi að vinna þessa áætlun þannig að vinnan er komin í gagn sem betur fer,“ segir Guðmundur Ingi.Langflest tjón tengjast loftslagi „Það skiptir öllu máli að allir sem hafa hagsmuni og hlutverk í þessu samhengi tali saman og hjálpist að við að meta hagkvæmni þess að ráðast í einhverjar aðgerðir,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Náttúruhamfaratrygging Íslands skoðar hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar næstu áratugi geta haft á kostnað og umfang tjóna. „Ef við skoðum þrjátíu ára sögu þá eru um það bil 25% af tjónskostnaðinum vegna atburða sem tengjast loftslagi,“ segir Jón Örvar. Þegar litið er til fjölda atburða er niðurstaðan sú að 95% af tjónum tengjast loftslagi. „Það er ekkert útilokað í framtíðinni ef flóð til dæmis aukast og verða tíðari og alvarlegri að þá þurfum við að hækka iðgjald vátryggingarinnar til að standa straum af tjónskostnaðinum,“ segir hann.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00
Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45