Öll lásbogafórnarlömbin í sértrúarsöfnuði Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 16:00 Hótelið við ánna Ilz þar sem þau Torsten W., Kerstin E. og Farina C. fundust látin. Öll höfðu þau verið skotin til bana með lásboga. EPA/Sebastian Pieknik Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL. Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL.
Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49
Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15