Fékk strax góða tilfinningu fyrir bænum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:15 "Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi.“ Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga. „Þetta eru fimm fjölskyldur, samtals 23 manneskjur, tíu fullorðnar og þrettán börn á aldrinum 0 til 10 ára. Elstur er 39 ára karlmaður, hitt fólkið er undir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lélegu húsnæði, var án atvinnu og hafði ekkert hlutverk í samfélaginu, var bara utanveltu, eins og það væri ekki til.“ Liljana segir fjölskyldurnar hafa fengið gott húsnæði á Hvammstanga. „Fólk hér var tilbúið til að leigja íbúðir sem það átti en hafði ekki verið með á almennum leigumarkaði. Í haust verður svo byggð hér blokk og líka raðhús, þannig að það opnast fleiri möguleikar ef fólkið vill skipta.“ Hún talar við nýju íbúana með hjálp túlks. „Sumir tala ensku en við erum með þrjá túlka sem hjálpa okkur þessa fyrstu daga og einn þeirra verður með okkur næstu sex mánuði. Hann er félagsráðgjafi og verður með samfélagsfræðslu fyrir hópinn. Svo verður dagskrá í skólanum fyrir sýrlensku börnin í sumar og þau ættu að geta byrjað nám þar í haust. Börnin eru svo örugg hér, þau geta labbað í skólann, enda fékk fólkið strax góða tilfinningu fyrir bænum okkar og virðist mjög ánægt. Það geislar alveg og finnst það komið heim, sem er yndislegt.“ Sjálf flutti Liljana til Íslands frá Makedóníu fyrir tíu árum. Hún hefur lokið hjúkrunarnámi við Háskólann á Akureyri og er í meistaranámi. „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gift Íslendingi og við búum hér á Hvammstanga. Þetta er þægilegur staður að aðlagast og ég vona að nýju íbúunum gangi það vel. Það er líka góður tími fyrir þá að koma núna, sumarið fram undan og þá er fólk meira úti við svo það verður auðveldara fyrir þá og heimafólk að kynnast.“ Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga. „Þetta eru fimm fjölskyldur, samtals 23 manneskjur, tíu fullorðnar og þrettán börn á aldrinum 0 til 10 ára. Elstur er 39 ára karlmaður, hitt fólkið er undir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lélegu húsnæði, var án atvinnu og hafði ekkert hlutverk í samfélaginu, var bara utanveltu, eins og það væri ekki til.“ Liljana segir fjölskyldurnar hafa fengið gott húsnæði á Hvammstanga. „Fólk hér var tilbúið til að leigja íbúðir sem það átti en hafði ekki verið með á almennum leigumarkaði. Í haust verður svo byggð hér blokk og líka raðhús, þannig að það opnast fleiri möguleikar ef fólkið vill skipta.“ Hún talar við nýju íbúana með hjálp túlks. „Sumir tala ensku en við erum með þrjá túlka sem hjálpa okkur þessa fyrstu daga og einn þeirra verður með okkur næstu sex mánuði. Hann er félagsráðgjafi og verður með samfélagsfræðslu fyrir hópinn. Svo verður dagskrá í skólanum fyrir sýrlensku börnin í sumar og þau ættu að geta byrjað nám þar í haust. Börnin eru svo örugg hér, þau geta labbað í skólann, enda fékk fólkið strax góða tilfinningu fyrir bænum okkar og virðist mjög ánægt. Það geislar alveg og finnst það komið heim, sem er yndislegt.“ Sjálf flutti Liljana til Íslands frá Makedóníu fyrir tíu árum. Hún hefur lokið hjúkrunarnámi við Háskólann á Akureyri og er í meistaranámi. „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gift Íslendingi og við búum hér á Hvammstanga. Þetta er þægilegur staður að aðlagast og ég vona að nýju íbúunum gangi það vel. Það er líka góður tími fyrir þá að koma núna, sumarið fram undan og þá er fólk meira úti við svo það verður auðveldara fyrir þá og heimafólk að kynnast.“
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira