Íran: „Á barmi átaka við óvininn“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 19:04 Liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem Bandaríkjastjórn lítur á sem hryðjuverkasamtök. Vísir/EPA Yfirmaður íranska byltingarvarðarins segir að Íranir séu á „barmi meiriháttar átaka við óvininn“. Vaxandi spenna hefur verið á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda undanfarið. Bandaríkjastjórn kallaði starfsmenn heim frá Írak í dag vegna óskilgreindrar ógnar frá Írönum. „Þessi stund í sögunni, vegna þess að óvinurinn hefur stígið inn á völl átaka við okkar með allri mögulegri getu, er ögurstund íslömsku byltingarinnar,“ sagði Hossein Salami, undirhershöfðingi, í dag. Hann var skipaður yfirmaður byltingarvarðarins í síðasta mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök í apríl. Bandaríkjastjórn hefur flutt aukið herlið til Miðausturlanda að undanfarna, þar á meðal flugmóðurskip, B-52-sprengjuflugvélar og Patriot-eldflaugar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herflutningana hefur hún réttlætt með vísun í ógn sem steðji að hermönnum og hagsmunum Bandaríkjanna af Írönum í heimshlutanum. Engar frekari skýringar hafa verið gefnar á ákvörðun bandaríska utanríkisráðuneytisins að kalla alla starfsmenn sína í Bagdad og Ebril í Írak heim nema þá allra mikilvægustu. Aðeins var vísað í bráða ógn af Írönum og hersveitum þeim tengdum í Írak og Sýrlandi. Leyniþjónustur evrópskra bandamanna Bandaríkjanna hafa ekki orðið varir við slíka ógn. Þannig sagðist Chris Ghika, breskur undirhershöfðingi, ekki kannast við þá ógn þegar hann heimsótti bandaríska varnarmálaráðuneytið í gær. Skömmu síðar greip yfirstjórn Bandaríkjahers til þess óvanalega ráðs að setja ofan í við undirhershöfðingjann, að sögn New York Times. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Yfirmaður íranska byltingarvarðarins segir að Íranir séu á „barmi meiriháttar átaka við óvininn“. Vaxandi spenna hefur verið á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda undanfarið. Bandaríkjastjórn kallaði starfsmenn heim frá Írak í dag vegna óskilgreindrar ógnar frá Írönum. „Þessi stund í sögunni, vegna þess að óvinurinn hefur stígið inn á völl átaka við okkar með allri mögulegri getu, er ögurstund íslömsku byltingarinnar,“ sagði Hossein Salami, undirhershöfðingi, í dag. Hann var skipaður yfirmaður byltingarvarðarins í síðasta mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök í apríl. Bandaríkjastjórn hefur flutt aukið herlið til Miðausturlanda að undanfarna, þar á meðal flugmóðurskip, B-52-sprengjuflugvélar og Patriot-eldflaugar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herflutningana hefur hún réttlætt með vísun í ógn sem steðji að hermönnum og hagsmunum Bandaríkjanna af Írönum í heimshlutanum. Engar frekari skýringar hafa verið gefnar á ákvörðun bandaríska utanríkisráðuneytisins að kalla alla starfsmenn sína í Bagdad og Ebril í Írak heim nema þá allra mikilvægustu. Aðeins var vísað í bráða ógn af Írönum og hersveitum þeim tengdum í Írak og Sýrlandi. Leyniþjónustur evrópskra bandamanna Bandaríkjanna hafa ekki orðið varir við slíka ógn. Þannig sagðist Chris Ghika, breskur undirhershöfðingi, ekki kannast við þá ógn þegar hann heimsótti bandaríska varnarmálaráðuneytið í gær. Skömmu síðar greip yfirstjórn Bandaríkjahers til þess óvanalega ráðs að setja ofan í við undirhershöfðingjann, að sögn New York Times.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00
Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15
Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10
Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42