Eiga lífeyrisþegar að fela peninga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun