Blekking Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. maí 2019 08:00 Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra mun engu breyta fyrir stærstu fjölmiðla landsins. Að halda slíku fram er fjarstæða. Ætlað framlag ráðherrans til einkamiðla í landinu nær því varla að vera 5% þeirrar forgjafar sem RÚV nýtur á ári hverju. Er ekki eitthvað bogið við það? Ráðherrann lét hafa eftir sér um helgina að fjölmiðlafrumvarpið, sem nú liggur fyrir fullklárað, miði að því að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. Staðreyndin er sú að frumvarpið mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár, og ekkert sem bendir til þess að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Ráðherra gagnrýndi skrif Fréttablaðsins um frumvarpið á þessum vettvangi í fyrrnefndu viðtali og vísaði allri gagnrýni á bug. Þrátt fyrir að ráðherra óskaði umsagna hagsmunaaðila, sem lögð var mikil vinna í, voru þær umsagnir hundsaðar. Frumvarpið er því sem fyrr „hvorki fugl né fiskur“ og samráð við hagsmunaaðila var til málamynda. Ráðherra segir að verið sé að vinna að því að færa fjölmiðlaumhverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norðurlöndunum. Þessi setning er óskiljanleg. Ráðherra hlýtur að vita líkt og við hin, að á Norðurlöndum eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði? Hlutverk stjórnmálamanna hlýtur að vera að velta fyrir sér hlutverki ríkisfjölmiðils á 21. öldinni, og sníða miðlinum þann stakk að einkamiðlarnir fái að vaxa og dafna í friði fyrir ríkisvaldinu. Sem fyrr er algerlega litið fram hjá draugnum í herberginu. Rekstrarumhverfi einkamiðla verður ekki lagað án þess að tekið sé á yfirburðastöðu RÚV. Ráðherrann skilar einfaldlega auðu. Óljós fyrirheit um endurskoðun á hlutverki RÚV í greinargerð með frumvarpinu eru þar í besta falli til málamynda. Hin vandræðalega staðreynd er sú að ráðherrann hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í að smíða frumvarp þar sem ekki er ráðist að rót vandans. Á þessum vettvangi hefur áður verið bent á að fráleitt sé að auka framlög til fjölmiðla, nær væri að endurúthluta þeim fjármunum sem þegar er varið til RÚV. Til að mynda mætti byrja á því að veita einum milljarði af útvarpsgjaldinu til einkamiðlanna. Þá yrði þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði takmörkuð við einn milljarð á ári. Það væri skref í rétta átt. Einu fjölmiðlarnir á Íslandi sem keppa við RÚV af einhverju afli eru Fréttablaðið, Sýn og Morgunblaðið. Ráðherrann blekkir þjóðina, þegar hún heldur því fram að 50 milljónir jafni leik við RÚV sem fær 4,7 milljarða árlega beint frá skattborgurum, að viðbættum þeim 2,3 milljörðum sem stofnunin sækir árlega á auglýsingamarkaði. Meint björgunaraðgerð Lilju er bútasaumur. Plástralækning sem mun engu skila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra mun engu breyta fyrir stærstu fjölmiðla landsins. Að halda slíku fram er fjarstæða. Ætlað framlag ráðherrans til einkamiðla í landinu nær því varla að vera 5% þeirrar forgjafar sem RÚV nýtur á ári hverju. Er ekki eitthvað bogið við það? Ráðherrann lét hafa eftir sér um helgina að fjölmiðlafrumvarpið, sem nú liggur fyrir fullklárað, miði að því að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. Staðreyndin er sú að frumvarpið mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár, og ekkert sem bendir til þess að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Ráðherra gagnrýndi skrif Fréttablaðsins um frumvarpið á þessum vettvangi í fyrrnefndu viðtali og vísaði allri gagnrýni á bug. Þrátt fyrir að ráðherra óskaði umsagna hagsmunaaðila, sem lögð var mikil vinna í, voru þær umsagnir hundsaðar. Frumvarpið er því sem fyrr „hvorki fugl né fiskur“ og samráð við hagsmunaaðila var til málamynda. Ráðherra segir að verið sé að vinna að því að færa fjölmiðlaumhverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norðurlöndunum. Þessi setning er óskiljanleg. Ráðherra hlýtur að vita líkt og við hin, að á Norðurlöndum eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði? Hlutverk stjórnmálamanna hlýtur að vera að velta fyrir sér hlutverki ríkisfjölmiðils á 21. öldinni, og sníða miðlinum þann stakk að einkamiðlarnir fái að vaxa og dafna í friði fyrir ríkisvaldinu. Sem fyrr er algerlega litið fram hjá draugnum í herberginu. Rekstrarumhverfi einkamiðla verður ekki lagað án þess að tekið sé á yfirburðastöðu RÚV. Ráðherrann skilar einfaldlega auðu. Óljós fyrirheit um endurskoðun á hlutverki RÚV í greinargerð með frumvarpinu eru þar í besta falli til málamynda. Hin vandræðalega staðreynd er sú að ráðherrann hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í að smíða frumvarp þar sem ekki er ráðist að rót vandans. Á þessum vettvangi hefur áður verið bent á að fráleitt sé að auka framlög til fjölmiðla, nær væri að endurúthluta þeim fjármunum sem þegar er varið til RÚV. Til að mynda mætti byrja á því að veita einum milljarði af útvarpsgjaldinu til einkamiðlanna. Þá yrði þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði takmörkuð við einn milljarð á ári. Það væri skref í rétta átt. Einu fjölmiðlarnir á Íslandi sem keppa við RÚV af einhverju afli eru Fréttablaðið, Sýn og Morgunblaðið. Ráðherrann blekkir þjóðina, þegar hún heldur því fram að 50 milljónir jafni leik við RÚV sem fær 4,7 milljarða árlega beint frá skattborgurum, að viðbættum þeim 2,3 milljörðum sem stofnunin sækir árlega á auglýsingamarkaði. Meint björgunaraðgerð Lilju er bútasaumur. Plástralækning sem mun engu skila.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun