Yfirburðir Mercedes Benz eru algjörir Hjörvar Ólafsson skrifar 15. maí 2019 15:00 Lewis Hamilton leiðir í keppni ökuþóra. vísir/getty Um síðustu helgi fór fram fimmti kappaksturinn í Fomúlu 1 en keppt var í Barcelona á Spáni. Þar fór Lewis Hamilton með sigur af hólmi en þar af leiðandi hafa keppendur Mercedes Benz farið með sigur af hólmi í öllum fimm keppnunum á keppnistímabili. Hamilton hefur komið fyrstur í mark þrisvar sinnum og liðsfélagi hans Valtteri Bottas tvisvar. Max Verstappen, sem keppir fyrir Red Bull, varð í þriðja sæti en mörgum þykir hann líklegastur til þess að veita Hamilton og Bottas einhverja keppni um sigurinn á tímabilinu og koma í veg fyrir að Hamilton verði meistari sjötta árið í röð. Fréttablaðið fékk Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðing um Formúlu 1, til þess að fara yfir upphaf tímabilsins og rýna í hvernig framhaldið mun þróast. „Það kemur mér ekkert á óvart hversu sterkur Hamilton hefur verið en það sem hefur vakið athygli mína er hversu sterkir Mercedez Benz-menn hafa verið og það hversu mikla yfirburði liðið hefur haft. Bíllinn þeirra virðist vera í algjörum sérflokki og þrátt fyrir að bæði Ferrari og Red Bull hafi lagt mikið í bíla sína og að þeir séu til að mynda kraftmeiri, þá er heildarpakkinn hjá Mercedes Benz bara í öðrum gæðaflokki virðist vera,“ segir Kristján um fyrstu keppnir tímabilsins. „Ferrari-menn hafa valdið mér miklum vonbrigðum á þessu tímabili og ég var að vonast til að bíllinn þeirra væri betri. Þeir hafa líka verið að lenda í bilunum og þjónustuhléin hafa verið taktískt léleg og illa framkvæmd. Ég var vongóður um að Sebastian Vettel myndi gera harðari atlögu að titilbaráttunni en hann virðist ekki ætla að standast væntingar mínar,“ segir hann enn fremur um frammistöðu keppenda. „Ég hef eiginlega meiri trú á Max Verstappen, ökumanni Red Bull, og ég er til að mynda mjög spenntur fyrir því að sjá hvernig þeim gengur í Mónakó í næstu keppni sem er um þarnæstu helgi. Red Bull-menn líta vel út í upphafi árs og virðist hjónaband þeirra við Honda sem vélarframleiðanda fara vel af stað, lítið hefur verið um bilanir og hraðinn aukist. Sögulega hafa Red Bull-menn verið öflugir í Mónakó og ég væri ekki hissa ef Max Verstappen minnkaði forskot Hamiltons og Bottas með sigri í Mónakó. Einstefnan sem hefur verið í byrjun árs hefur verið mun meiri en nokkur bjóst við og það er nánast óhugsandi að hún haldi áfram í Mónakó. Við fengum mikla spennu síðasta vor og vonandi verður það aftur þannig í lok þessarar leiktíðar,“ segir hann um næstu keppni. „Charles Leclerc sem keyrir fyrir Ferrari hefur veitt Vettel mikla samkeppni og hann hefur komið skemmtilega á óvart og í raun grátlegt að hann hafi ekki fengið sinn fyrsta sigur þegar bíllinn bilaði í Barein. Pierre Gasly á Red Bull á hins vegar virkilega erfitt uppdráttar, og vonandi fyrir hann að hann fari að nálgast Max Verstappen í hraða, annars er ég hræddur um að það fari að hitna undir honum. Það er mikil umræða um keppendur Haas, Kevin Magnussen og Romaine Grosjean, og Renault, Daniel Ricciardo og Nico Hülkenberg, vegna þátta sem Netflix gerði um Formúlu 1 í fyrra og keppendur þeirra voru þar í aðalhlutverkum,“ segir hann um þá keppendur sem hafa komið á óvart. Með sigrinum um síðustu helgi tók Hamilton forystu í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna en hann er með 112 stig í efsta sæti. Liðsfélagi hans Bottas er síðan í öðru sæti með 105 stig. Í þriðja sæti er Verstappen með 66 stig, fjórða sæti Vettel með 64 og Leclerc er með 57. Í keppni liðanna er svo Mercedes Benz með öruggt forskot með 217 stig, Ferrari 121 og Red Bull 87. Í fjórða sæti er McLaren með 22 stig. Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Um síðustu helgi fór fram fimmti kappaksturinn í Fomúlu 1 en keppt var í Barcelona á Spáni. Þar fór Lewis Hamilton með sigur af hólmi en þar af leiðandi hafa keppendur Mercedes Benz farið með sigur af hólmi í öllum fimm keppnunum á keppnistímabili. Hamilton hefur komið fyrstur í mark þrisvar sinnum og liðsfélagi hans Valtteri Bottas tvisvar. Max Verstappen, sem keppir fyrir Red Bull, varð í þriðja sæti en mörgum þykir hann líklegastur til þess að veita Hamilton og Bottas einhverja keppni um sigurinn á tímabilinu og koma í veg fyrir að Hamilton verði meistari sjötta árið í röð. Fréttablaðið fékk Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðing um Formúlu 1, til þess að fara yfir upphaf tímabilsins og rýna í hvernig framhaldið mun þróast. „Það kemur mér ekkert á óvart hversu sterkur Hamilton hefur verið en það sem hefur vakið athygli mína er hversu sterkir Mercedez Benz-menn hafa verið og það hversu mikla yfirburði liðið hefur haft. Bíllinn þeirra virðist vera í algjörum sérflokki og þrátt fyrir að bæði Ferrari og Red Bull hafi lagt mikið í bíla sína og að þeir séu til að mynda kraftmeiri, þá er heildarpakkinn hjá Mercedes Benz bara í öðrum gæðaflokki virðist vera,“ segir Kristján um fyrstu keppnir tímabilsins. „Ferrari-menn hafa valdið mér miklum vonbrigðum á þessu tímabili og ég var að vonast til að bíllinn þeirra væri betri. Þeir hafa líka verið að lenda í bilunum og þjónustuhléin hafa verið taktískt léleg og illa framkvæmd. Ég var vongóður um að Sebastian Vettel myndi gera harðari atlögu að titilbaráttunni en hann virðist ekki ætla að standast væntingar mínar,“ segir hann enn fremur um frammistöðu keppenda. „Ég hef eiginlega meiri trú á Max Verstappen, ökumanni Red Bull, og ég er til að mynda mjög spenntur fyrir því að sjá hvernig þeim gengur í Mónakó í næstu keppni sem er um þarnæstu helgi. Red Bull-menn líta vel út í upphafi árs og virðist hjónaband þeirra við Honda sem vélarframleiðanda fara vel af stað, lítið hefur verið um bilanir og hraðinn aukist. Sögulega hafa Red Bull-menn verið öflugir í Mónakó og ég væri ekki hissa ef Max Verstappen minnkaði forskot Hamiltons og Bottas með sigri í Mónakó. Einstefnan sem hefur verið í byrjun árs hefur verið mun meiri en nokkur bjóst við og það er nánast óhugsandi að hún haldi áfram í Mónakó. Við fengum mikla spennu síðasta vor og vonandi verður það aftur þannig í lok þessarar leiktíðar,“ segir hann um næstu keppni. „Charles Leclerc sem keyrir fyrir Ferrari hefur veitt Vettel mikla samkeppni og hann hefur komið skemmtilega á óvart og í raun grátlegt að hann hafi ekki fengið sinn fyrsta sigur þegar bíllinn bilaði í Barein. Pierre Gasly á Red Bull á hins vegar virkilega erfitt uppdráttar, og vonandi fyrir hann að hann fari að nálgast Max Verstappen í hraða, annars er ég hræddur um að það fari að hitna undir honum. Það er mikil umræða um keppendur Haas, Kevin Magnussen og Romaine Grosjean, og Renault, Daniel Ricciardo og Nico Hülkenberg, vegna þátta sem Netflix gerði um Formúlu 1 í fyrra og keppendur þeirra voru þar í aðalhlutverkum,“ segir hann um þá keppendur sem hafa komið á óvart. Með sigrinum um síðustu helgi tók Hamilton forystu í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna en hann er með 112 stig í efsta sæti. Liðsfélagi hans Bottas er síðan í öðru sæti með 105 stig. Í þriðja sæti er Verstappen með 66 stig, fjórða sæti Vettel með 64 og Leclerc er með 57. Í keppni liðanna er svo Mercedes Benz með öruggt forskot með 217 stig, Ferrari 121 og Red Bull 87. Í fjórða sæti er McLaren með 22 stig.
Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti