Veganæði á hlutabréfamörkuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2019 11:15 Greggs hefur gert það gott á hlutabréfamörkuðum á undanförnu ári. Getty/SOPA Images Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods. Vegan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods.
Vegan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira