Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2019 10:15 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Rannsókninni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á það hvort upplýsingaöflun varðandi framboð Donald Trump, forseta, og eftirlit með fyrrverandi starfsmönnum framboðsins hafi brotið lög. Nú þegar er innra eftirlit Dómsmálaráðuneytisins að rannsaka málið og innra eftirlit Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) einnig. Þetta er því þriðja rannsóknin á uppruna Rússarannsóknarinnar. Þar að auki hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, þar sem þeir eru í meirihluta, gefið í skyn að þeir vilji einnig rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að njósnað hafi verið um framboðið. Barr sagðist einnig í síðasta mánuði trúa því að „njósnir“ hafi farið fram en dró svo í land með þær ásakanir. Að undanförnu hafa Trump-liðar sérstaklega gagnrýnt eftirlit með með Carter Page og George Papadopoulos, sem báðir störfuðu hjá forsetaframboði Trump. FBI fékk heimild til að fylgjast með Carter Page árið 2016, sem þá var fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump. New York Times sagði nýverið frá því að FBI hefði sent útsendara í dulargervi til að ræða við George Papadopoulos, ráðgjafa hjá framboðinu, eftir að hann sagði áströlskum erindreka frá því að Rússar sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, áður en það var opinbert.Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem skipaður var af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að ekki sé rétt að kalla rannsókn á starfsmönnum framboðs Trump „njósnir“. Hann sagðist engar vísbendingar hafa séð um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram.Sjá einnig: Yfirmaður FBI segir engar vísbendingar um að „njósnað“ hafi verið um framboð TrumpSamkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefur Barr skipað saksóknarann John Durham sem yfirmann nýjustu rannsóknarinnar. Hann var tilnefndur í embætti alríkissaksóknara af Trump og staðfestur í embætti af öllum öldungadeildarþingmönnum í fyrra.Durham hefur rannsakað spillingarmál innan lögregluembætta, eyðileggingu gagna innan CIA og tengsl starfsmanna FBI í Boston við glæpamenn og þykir harður í horn að taka. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Rannsókninni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á það hvort upplýsingaöflun varðandi framboð Donald Trump, forseta, og eftirlit með fyrrverandi starfsmönnum framboðsins hafi brotið lög. Nú þegar er innra eftirlit Dómsmálaráðuneytisins að rannsaka málið og innra eftirlit Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) einnig. Þetta er því þriðja rannsóknin á uppruna Rússarannsóknarinnar. Þar að auki hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, þar sem þeir eru í meirihluta, gefið í skyn að þeir vilji einnig rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að njósnað hafi verið um framboðið. Barr sagðist einnig í síðasta mánuði trúa því að „njósnir“ hafi farið fram en dró svo í land með þær ásakanir. Að undanförnu hafa Trump-liðar sérstaklega gagnrýnt eftirlit með með Carter Page og George Papadopoulos, sem báðir störfuðu hjá forsetaframboði Trump. FBI fékk heimild til að fylgjast með Carter Page árið 2016, sem þá var fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump. New York Times sagði nýverið frá því að FBI hefði sent útsendara í dulargervi til að ræða við George Papadopoulos, ráðgjafa hjá framboðinu, eftir að hann sagði áströlskum erindreka frá því að Rússar sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, áður en það var opinbert.Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem skipaður var af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að ekki sé rétt að kalla rannsókn á starfsmönnum framboðs Trump „njósnir“. Hann sagðist engar vísbendingar hafa séð um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram.Sjá einnig: Yfirmaður FBI segir engar vísbendingar um að „njósnað“ hafi verið um framboð TrumpSamkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefur Barr skipað saksóknarann John Durham sem yfirmann nýjustu rannsóknarinnar. Hann var tilnefndur í embætti alríkissaksóknara af Trump og staðfestur í embætti af öllum öldungadeildarþingmönnum í fyrra.Durham hefur rannsakað spillingarmál innan lögregluembætta, eyðileggingu gagna innan CIA og tengsl starfsmanna FBI í Boston við glæpamenn og þykir harður í horn að taka.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10