Macron og Ardern taka höndum saman í baráttunni gegn öfgamönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2019 08:28 Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að "magna þá upp“. Vísir/getty Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu. Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu.
Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26
Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00