Frábær frumraun í maraþoni Hjörvar Ólafsson skrifar 13. maí 2019 18:15 Elín Edda á ferðinni. Elín Edda Sigurðardóttir náði á dögunum næstbesta tíma sem íslensk kona hefur náð í maraþonhlaupi. Það sem gerir þennan góða árangur Elínar Eddu í hlaupinu ekki síður eftirtektarverðan er sú staðreynd að þetta er í fyrsta skipti sem hún hleypur heilt maraþon. Þá eru einungis rúm tvö ár síðan Elín Edda fór að æfa hlaup af alvöru hjá meistaraflokki ÍR. Eftir að hafa flakkað á milli íþrótta og skokkað aðallega sér til ánægju og yndisauka fyrst sjálf og síðar með skokkhóp komst hún í keppnisham þegar hún kynntist starfinu í ÍR. Þjálfari hennar Martha Ernstdóttir á besta tímann, en tími Elínar Eddu á dögunum var 2:49,00 og Íslandsmet Mörthu er 2:35,15. Báðar hlupu þær á þýskri grundu en Martha setti metið í Berlín árið 1999 og nú 20 árum síðar hljóp Elín Edda í Hamborg. Martha var með Elínu Eddu í Hamborg en hún hefur reynst henni afar vel í lærdómsferlinu um hvernig best er að undirbúa sig fyrir heilt maraþon. „Mér leið ofsalega vel um leið og ég lagði af stað í hlaupið. Tilfinningin var bara eins og ég væri að skokka fyrstu 25 kílómetrana. Ég fann það strax að þetta yrði gott hlaup og ég myndi ná góðum tíma. Öndunin var góð allan tímann og ég lenti aldrei á þeim vegg sem ég hafði heyrt að einhverjir lentu í um 30 kílómetrana eða þar á eftir, sem var bara frábært,“ segir Elín Edda um upplifun sína af hlaupinu. „Ég var vel meðvituð um það að ég mætti ekki keyra of hratt þannig að ég myndi ekki springa og þyrfti að hægja á mér. Ég náði að halda stöðugum hraða út allt hlaupið og það skilaði þessum góða tíma. Nú tekur við að æfa mig enn frekar í þessum tæknilegu atriðum og svo er ekki síður mikilvægt að þjálfa hugann í því að takast á við jafn erfiða andlega raun og maraþonhlaup er,“ segir hún enn fremur um hlaupið í Hamborg. „Mér finnst ég hafa fundið mína hillu í maraþonhlaupinu en ég mun inn á milli hlaupa áfram 5, 10 og 21 kílómetra hlaup. Maraþonið og önnur langhlaup hafa eiginlega heltekið mig og eiga hug minn allan. Mig langar mjög að bæta mig enn frekar en ég hef svo sem ekki sett mér nein töluleg markmið í þeim efnum. Ég er eiginlega fyrst núna að komast niður úr skýjunum með það hversu vel hlaupið gekk og ná að melta það hvernig ég framkvæmdi hlaupið. Á næstu dögum mun ég svo setjast niður með Mörthu og setja upp áætlun fyrir næstu skref,“ segir hún um framhaldið hjá sér í hlaupunum. „Martha hefur reynst mér ofboðslega vel í því ferli að gera mig reiðubúna til þess að hlaupa heilt maraþon. Ef ég hefði ekki notið handleiðslu hennar hefði ég líklega farið of geyst í hlutina og lent á veggnum sem ég nefndi áðan. Hún er gríðarlega reynslumikill hlaupari og ég er mjög þakklát fyrir það sem hún hefur gert fyrir mig. Ég get vel ímyndað mér að hún sjái svolítið sjálfa sig í mér og það kveiki hjá henni þann áhuga sem hún hefur á minni þjálfun,“ segir þessi metnaðarfulli hlaupari. Auk þess að vera á fullu í hlaupum starfar Elín Edda sem læknir en hún er að sérmennta sig sem svæfingalæknir og vinnur krefjandi vinnu á Landspítalanum. Það er henni til happs að sambýlismaður hennar er einnig hlaupari og því er fullur skilningur á heimilinu fyrir því að frítíminn fari í áhugamál þeirra beggja og að heilbrigt líferni sé krafa. „Við kynntumst í hlaupastarfinu í ÍR og það kemst fátt annað að á heimilinu en að undirbúa sig eins vel og nokkur kostur er fyrir næstu æfingu eða næsta hlaup. Auðvitað lifum við félagslífi og ég leyfi mér alveg að fá mér rauðvínsglas með vinkonunum, en það er mér hins vegar mjög mikilvægt vegna anna í starfi og metnaðar í hlaupunum að ég fái góða hvíld og næri mig á réttan hátt. Hlaupin eru auðvitað fyrst og fremst til lýðheilsu og til þess að halda góðri geðheilsu en ég er líka komin með mikið keppnisskap fyrir því að standa mig vel á þeim vettvangi,“ segir Elín aðspurð um hvernig gangi að samþætta hlaupin við vinnu og daglegt líf. „Við Vilhjálmur Þór, kærasti minn, erum búin að vera með hugmynd að hlaðvarpsþætti í kollinum í langan tíma og þetta er ein af þessum góðu hugmyndum sem við höfum fengið á einu af okkar mörgu hlaupaspjöllum. Fyrsti þátturinn kemur í þessari viku á helstu miðla og við stefnum að útgáfu á tveggja vikna fresti. Þátturinn kallast Hlaupalíf hlaðvarp. Við munum spjalla um allt milli himins og jarðar sem viðkemur hlaupum og taka viðtöl við fjölbreyttan hóp af fólki. Ég sé fyrir mér að ég muni halda áfram að hlaupa meðfram sérnámi mínu, en taka skorpur inn á milli þar sem ég einbeiti mér af fullum krafti að hlaupunum. Ég fór til að mynda til Colorado nýverið í hlaupabúðir í þrjár vikur og það gerði mér mjög gott. Það er ákveðinn draumur hjá mér að fara einhvern tímann til Kenía og hlaupa þar í því sem er svona eiginlega mekka langhlauparans. Svo heilla náttúruhlaup mig mjög mikið og í sumar stefni ég til dæmis á að fara á Vestfirðina og taka þátt í hlaupi þar og svo bara í öllum þeim hlaupum sem bjóðast hér heima. Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram að bæta mig sem hlaupari og halda áfram að skoða heiminn á hlaupum,“ segir hún um komandi verkefni hjá sér og framtíðaráform þegar kemur að hlaupaferlinum. Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Elín Edda Sigurðardóttir náði á dögunum næstbesta tíma sem íslensk kona hefur náð í maraþonhlaupi. Það sem gerir þennan góða árangur Elínar Eddu í hlaupinu ekki síður eftirtektarverðan er sú staðreynd að þetta er í fyrsta skipti sem hún hleypur heilt maraþon. Þá eru einungis rúm tvö ár síðan Elín Edda fór að æfa hlaup af alvöru hjá meistaraflokki ÍR. Eftir að hafa flakkað á milli íþrótta og skokkað aðallega sér til ánægju og yndisauka fyrst sjálf og síðar með skokkhóp komst hún í keppnisham þegar hún kynntist starfinu í ÍR. Þjálfari hennar Martha Ernstdóttir á besta tímann, en tími Elínar Eddu á dögunum var 2:49,00 og Íslandsmet Mörthu er 2:35,15. Báðar hlupu þær á þýskri grundu en Martha setti metið í Berlín árið 1999 og nú 20 árum síðar hljóp Elín Edda í Hamborg. Martha var með Elínu Eddu í Hamborg en hún hefur reynst henni afar vel í lærdómsferlinu um hvernig best er að undirbúa sig fyrir heilt maraþon. „Mér leið ofsalega vel um leið og ég lagði af stað í hlaupið. Tilfinningin var bara eins og ég væri að skokka fyrstu 25 kílómetrana. Ég fann það strax að þetta yrði gott hlaup og ég myndi ná góðum tíma. Öndunin var góð allan tímann og ég lenti aldrei á þeim vegg sem ég hafði heyrt að einhverjir lentu í um 30 kílómetrana eða þar á eftir, sem var bara frábært,“ segir Elín Edda um upplifun sína af hlaupinu. „Ég var vel meðvituð um það að ég mætti ekki keyra of hratt þannig að ég myndi ekki springa og þyrfti að hægja á mér. Ég náði að halda stöðugum hraða út allt hlaupið og það skilaði þessum góða tíma. Nú tekur við að æfa mig enn frekar í þessum tæknilegu atriðum og svo er ekki síður mikilvægt að þjálfa hugann í því að takast á við jafn erfiða andlega raun og maraþonhlaup er,“ segir hún enn fremur um hlaupið í Hamborg. „Mér finnst ég hafa fundið mína hillu í maraþonhlaupinu en ég mun inn á milli hlaupa áfram 5, 10 og 21 kílómetra hlaup. Maraþonið og önnur langhlaup hafa eiginlega heltekið mig og eiga hug minn allan. Mig langar mjög að bæta mig enn frekar en ég hef svo sem ekki sett mér nein töluleg markmið í þeim efnum. Ég er eiginlega fyrst núna að komast niður úr skýjunum með það hversu vel hlaupið gekk og ná að melta það hvernig ég framkvæmdi hlaupið. Á næstu dögum mun ég svo setjast niður með Mörthu og setja upp áætlun fyrir næstu skref,“ segir hún um framhaldið hjá sér í hlaupunum. „Martha hefur reynst mér ofboðslega vel í því ferli að gera mig reiðubúna til þess að hlaupa heilt maraþon. Ef ég hefði ekki notið handleiðslu hennar hefði ég líklega farið of geyst í hlutina og lent á veggnum sem ég nefndi áðan. Hún er gríðarlega reynslumikill hlaupari og ég er mjög þakklát fyrir það sem hún hefur gert fyrir mig. Ég get vel ímyndað mér að hún sjái svolítið sjálfa sig í mér og það kveiki hjá henni þann áhuga sem hún hefur á minni þjálfun,“ segir þessi metnaðarfulli hlaupari. Auk þess að vera á fullu í hlaupum starfar Elín Edda sem læknir en hún er að sérmennta sig sem svæfingalæknir og vinnur krefjandi vinnu á Landspítalanum. Það er henni til happs að sambýlismaður hennar er einnig hlaupari og því er fullur skilningur á heimilinu fyrir því að frítíminn fari í áhugamál þeirra beggja og að heilbrigt líferni sé krafa. „Við kynntumst í hlaupastarfinu í ÍR og það kemst fátt annað að á heimilinu en að undirbúa sig eins vel og nokkur kostur er fyrir næstu æfingu eða næsta hlaup. Auðvitað lifum við félagslífi og ég leyfi mér alveg að fá mér rauðvínsglas með vinkonunum, en það er mér hins vegar mjög mikilvægt vegna anna í starfi og metnaðar í hlaupunum að ég fái góða hvíld og næri mig á réttan hátt. Hlaupin eru auðvitað fyrst og fremst til lýðheilsu og til þess að halda góðri geðheilsu en ég er líka komin með mikið keppnisskap fyrir því að standa mig vel á þeim vettvangi,“ segir Elín aðspurð um hvernig gangi að samþætta hlaupin við vinnu og daglegt líf. „Við Vilhjálmur Þór, kærasti minn, erum búin að vera með hugmynd að hlaðvarpsþætti í kollinum í langan tíma og þetta er ein af þessum góðu hugmyndum sem við höfum fengið á einu af okkar mörgu hlaupaspjöllum. Fyrsti þátturinn kemur í þessari viku á helstu miðla og við stefnum að útgáfu á tveggja vikna fresti. Þátturinn kallast Hlaupalíf hlaðvarp. Við munum spjalla um allt milli himins og jarðar sem viðkemur hlaupum og taka viðtöl við fjölbreyttan hóp af fólki. Ég sé fyrir mér að ég muni halda áfram að hlaupa meðfram sérnámi mínu, en taka skorpur inn á milli þar sem ég einbeiti mér af fullum krafti að hlaupunum. Ég fór til að mynda til Colorado nýverið í hlaupabúðir í þrjár vikur og það gerði mér mjög gott. Það er ákveðinn draumur hjá mér að fara einhvern tímann til Kenía og hlaupa þar í því sem er svona eiginlega mekka langhlauparans. Svo heilla náttúruhlaup mig mjög mikið og í sumar stefni ég til dæmis á að fara á Vestfirðina og taka þátt í hlaupi þar og svo bara í öllum þeim hlaupum sem bjóðast hér heima. Ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram að bæta mig sem hlaupari og halda áfram að skoða heiminn á hlaupum,“ segir hún um komandi verkefni hjá sér og framtíðaráform þegar kemur að hlaupaferlinum.
Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira