Lífið

Silfur­­­kóngurinn hneig niður í miðjum bar­­daga í London og lést

Atli Ísleifsson skrifar
Silfurkóngurinn kom meðal annars fram í svokallaðri Lucha Libre-glímu.
Silfurkóngurinn kom meðal annars fram í svokallaðri Lucha Libre-glímu. Getty
Mexíkóski glímukappinn og leikarinn Cesar Barron, einnig þekktur sem Silfurkóngurinn (e. Silver King), er látinn eftir að hann féll saman á sviðinu í miðjum bardaga í London í gær.

Í frétt BBC kemur fram að Cesar Barron hafi verið mikil stjarna í heimalandi sínu, og meðal annars komið fram í kvikmyndinni Nacho Libre árið 2005 þar sem gamanleikarinn Jack Black fór með aðalhlutverk. Fór Barron þar með hlutverk illmennisins Ramses.

Hinn 51 árs gamli Barron kom fram á svokölluðu Lucha Libre-bardagakvöldi í Roundhouse í Camden-hverfinu í gærkvöldi þegar hann féll í gólfið og síðar lést. Mexíkóskir fjölmiðlar greina frá því að líkur séu á að hann hafi fengið hjartaáfall.

Þátttakendur í Lucha Libre, svokallaðir Lunchadors, eru með grímur og „berjast“ í fyrirfram æfðum bardagaatriðum.

Silfurkóngurinn kom fram í World Championship Wrestling (WCW) í Bandaríkjunum á árunum 1997 til 2000.

Að neðan má sjá myndskeið af bardaga Silfurkóngsins sem áhorfandi tók upp í Roundhouse í gærkvöldi, nokkru áður en glímukappinn  lést.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.