Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út vegna elds í ruslakari við lagerhúsnæði Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir hádegi í dag.
Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir að karið hafi verið alveg upp við lagerhúsnæðið og eldurinn byrjaður að læsa sig í klæðningu hússins þegar slökkvilið kom á staðinn. Ekki sé um mikið tjón að ræða.
Hann segir að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn, en að óljóst sé um upptök hans.
Slökkvilið kallað út vegna elds í ruslakari á Keflavíkurflugvelli
Atli Ísleifsson skrifar
