Þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir stuðning vegna Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. maí 2019 17:45 Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“ Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“
Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15
Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32
Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45
Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47