Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 13:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. Evrópusinnar eru hvað hlynntastir orkupakkanum á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Mestrar andstöðu við pakkann gætir þó í röðum stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl tl 3. maí 2019. Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar sögðust 34 prósent mjög andvíg því að þriðji orkupakkinn taki gildi á Íslandi, 16 prósent kváðust frekar andvíg, 19 prósent bæði og, 17 prósent frekar fylgjandi og 13 prósent mjög fylgjandi. Athygli vekur að 28,5 prósent þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Lítill stuðningur við þriðja orkupakkann virtist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna en tæplega helmingur þeirra (49 prósent) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans og rúmur fjórðungur (27 prósent) fylgjandi. Aðra sögu er að segja af stuðningsfólki Miðflokks og Flokks fólksins, en 91 prósent þess kveðst mjög andsnúið pakkanum.Stuðningsfólk annarra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, reyndist hins vegar nokkuð samstíga í stuðningi sínum við þriðja orkupakkann og kváðust 59 prósent þeirra fylgjandi innleiðingu hans. Þar af voru 31 prósent mjög fylgjandi. Þá er töluverður munur á afstöðu til þriðja orkupakkans eftir lýðfræðihópum. Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36 prósent þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24 prósent kvenna. Andstaða við innleiðingu orkupakkans jókst með auknum aldri en 38 prósemt svarenda 50 ára og eldri kváðust mjög andvíg slíkri innleiðingu, samanborið við 32 prósent svarenda 30 til 49 ára og 29 prósent þeirra í yngsta aldurshópi, sem eru 18 til 29 ára. Þá eru hlutfallslega fleiri fylgjandi pakkanum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar voru hins vegar líklegri til að segjast andvíg orkupakkanum, 63 prósent, heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu, 43 prósent.Nánar má fræðast um könnunina hér.Upplýsingar um framkvæmdÚrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMRKönnunaraðferð: Spurningavagn MMRSvarfjöldi: 941 einstaklingur Dagsetning framkvæmdar: 30. apríl til 3. maí 2019 Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys í Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Sjá meira
Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. Evrópusinnar eru hvað hlynntastir orkupakkanum á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Mestrar andstöðu við pakkann gætir þó í röðum stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl tl 3. maí 2019. Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar sögðust 34 prósent mjög andvíg því að þriðji orkupakkinn taki gildi á Íslandi, 16 prósent kváðust frekar andvíg, 19 prósent bæði og, 17 prósent frekar fylgjandi og 13 prósent mjög fylgjandi. Athygli vekur að 28,5 prósent þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Lítill stuðningur við þriðja orkupakkann virtist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna en tæplega helmingur þeirra (49 prósent) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans og rúmur fjórðungur (27 prósent) fylgjandi. Aðra sögu er að segja af stuðningsfólki Miðflokks og Flokks fólksins, en 91 prósent þess kveðst mjög andsnúið pakkanum.Stuðningsfólk annarra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, reyndist hins vegar nokkuð samstíga í stuðningi sínum við þriðja orkupakkann og kváðust 59 prósent þeirra fylgjandi innleiðingu hans. Þar af voru 31 prósent mjög fylgjandi. Þá er töluverður munur á afstöðu til þriðja orkupakkans eftir lýðfræðihópum. Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36 prósent þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24 prósent kvenna. Andstaða við innleiðingu orkupakkans jókst með auknum aldri en 38 prósemt svarenda 50 ára og eldri kváðust mjög andvíg slíkri innleiðingu, samanborið við 32 prósent svarenda 30 til 49 ára og 29 prósent þeirra í yngsta aldurshópi, sem eru 18 til 29 ára. Þá eru hlutfallslega fleiri fylgjandi pakkanum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar voru hins vegar líklegri til að segjast andvíg orkupakkanum, 63 prósent, heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu, 43 prósent.Nánar má fræðast um könnunina hér.Upplýsingar um framkvæmdÚrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMRKönnunaraðferð: Spurningavagn MMRSvarfjöldi: 941 einstaklingur Dagsetning framkvæmdar: 30. apríl til 3. maí 2019
Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys í Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Sjá meira
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15
Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“