Erlent

Manning laus úr fangelsi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól.
Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól. Vísir/getty
Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi, en hún var hneppt að nýju í fangelsi á dögunum fyrir að neita að bera vitni í rannsókn á Wikileaks uppljóstrunarsíðunni.

Manning var upphaflega fundin sek um njósnir og fleira árið 2013 en dómur hennar var síðan mildaður og henni sleppt úr haldi.

Í þeirri rannsókn sem nú stendur yfir gegn Wikileaks í Bandaríkjunum hefur hún þó neitað að taka þátt og vísar til þess að hún hafi þegar borið vitni í málinu árið 2013.

Dómara líkaði þetta ekki og hneppti hana í fangelsi en þeim úrskurði hefur verið harðlega mótmælt.

Nú hefur henni verið sleppt, en hún þarf þó að mæta fyrir dóm þann 16. maí og svo gæti farið að hún verði hnepp enn á ný í varðhald, neiti hún að verða við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×