Vill koma í veg fyrir að auðlindirnar heyri undir boðvald í Brussel Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:12 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“ Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira