Fótbolti

Hazard: „Ég held þetta sé kveðjustund“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eden Hazard þakkar stuðningsmönnum Chelsea, líklega í síðasta sinn
Eden Hazard þakkar stuðningsmönnum Chelsea, líklega í síðasta sinn vísir/getty
Eden Hazard sagði úrslitaleik Evrópudeildarinnar hafa verið kveðjustund sína hjá Chelsea. Hazard skoraði tvö af mörkum Chelsea í 4-1 sigrinum á Arsenal.

„Bæði lið voru svolítið stressuð í fyrri hálfleik því þetta var úrslitaleikur. En þegar Olivier skoraði, það var upphafið á frábæru kvöldi,“ sagði Hazard eftir leikinn.

„Við spiluðum vel og stjórnuðum leiknum og sýndum styrk okkar.“

Belginn hefur verið mikið orðaður við Real Madrid og það virðist aðeins tímaspursmál hvenær hann fer til Spánar.

„Það eina sem ég hugsaði um í dag var að vinna þennan úrslitaleik en ég hef tekið mína ákvörðun og er að bíða eftir báðum félögum,“ sagði Hazard.

„Ég held þetta sé kveðjustund, en þú veist aldrei í fótbolta.“

„Mig dreymdi um að spila í ensku úrvalsdeildinni og ég hef gert það, og það fyrir eitt af stærstu félögunum. Núna er kannski kominn tími fyrir nýja áskorun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×