Helga Vala um EES-samstarfið: Getum ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:45 Helga Vala Helgadóttir er þingkona Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm „Getum við vænst virðingar ef okkur er ómögulegt að sýna öðrum hið sama,“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Fjallaði hún þar um fullveldið og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Án þess að tiltaka nákvæm dæmi setti Helga Vala út á hvernig rætt er um alþjóðasamstarf hér á landi og gagnaðila Íslendinga. Má leiða líkur að því að þingmaðurinn hafi þarna verið að setja út á orðræðu Miðflokksmanna og fleiri um þriðja orkupakkann og EES-samstarfið.Fúyrðaflaumur og vandlætingar Helga Vala sagði að EES-samstarfið hafi án nokkurs vafa aukið hagsæld á Íslandi. Ekki væri úr vegi að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til þess af alvöru hvað fælist í fullri aðild að því þjóðarbandalagi sem Evrópusambandið væri. „En þegar við erum í viðlíka samstarfi, þá getum við einfaldlega ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar. Hvers virði er slík samvinna ef samstarfsaðilinn byrjar að atyrða mann um leið og hann snýr sér við?“ Áfram hélt Helga Vala og spurði hvaða skilaboð það væru til íslensks almennings mæta prúðbúin á fundi um allan heim, heimsækja erlend fyrirmenni, bjóða þeim til fundar við okkur hér á landi, en þegar komi að skuldbindingum íslenska ríkisins innanlands sem erlendis þá hefjist hér fúkyrðaflaumur og vandlætingar um það hvað þetta sé allt ömurlegt og ekki til neins gagns. „Hvaða trúverðugleiki er í slíku samstarfi og hvaða sjálfsvirðing? Til hvers að mæta til alþjóðasamstarfs ef við stöndum ekki með því? Er það dæmi um fullvalda ríki sem gengur til samstarfs af fúsum og frjálsum vilja? Samninga skal halda, um það er ekki deilt. Vilji maður ekki halda samstarfi áfram er það ekki leiðin að brjóta sáttmála og virða samninga að vettugi heldur ber stjórnvöldum, til að halda virðingu ríkisins hvort tveggja heimavið sem og á alþjóðavettvangi, að slíta samvinnu ellegar standa með henni og taka þátt. Við þurfum ekki að óttast ef við af heilindum tökum þátt í samstarfinu,“ sagði Helga Vala. Alþingi Evrópusambandið Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
„Getum við vænst virðingar ef okkur er ómögulegt að sýna öðrum hið sama,“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Fjallaði hún þar um fullveldið og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Án þess að tiltaka nákvæm dæmi setti Helga Vala út á hvernig rætt er um alþjóðasamstarf hér á landi og gagnaðila Íslendinga. Má leiða líkur að því að þingmaðurinn hafi þarna verið að setja út á orðræðu Miðflokksmanna og fleiri um þriðja orkupakkann og EES-samstarfið.Fúyrðaflaumur og vandlætingar Helga Vala sagði að EES-samstarfið hafi án nokkurs vafa aukið hagsæld á Íslandi. Ekki væri úr vegi að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til þess af alvöru hvað fælist í fullri aðild að því þjóðarbandalagi sem Evrópusambandið væri. „En þegar við erum í viðlíka samstarfi, þá getum við einfaldlega ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar. Hvers virði er slík samvinna ef samstarfsaðilinn byrjar að atyrða mann um leið og hann snýr sér við?“ Áfram hélt Helga Vala og spurði hvaða skilaboð það væru til íslensks almennings mæta prúðbúin á fundi um allan heim, heimsækja erlend fyrirmenni, bjóða þeim til fundar við okkur hér á landi, en þegar komi að skuldbindingum íslenska ríkisins innanlands sem erlendis þá hefjist hér fúkyrðaflaumur og vandlætingar um það hvað þetta sé allt ömurlegt og ekki til neins gagns. „Hvaða trúverðugleiki er í slíku samstarfi og hvaða sjálfsvirðing? Til hvers að mæta til alþjóðasamstarfs ef við stöndum ekki með því? Er það dæmi um fullvalda ríki sem gengur til samstarfs af fúsum og frjálsum vilja? Samninga skal halda, um það er ekki deilt. Vilji maður ekki halda samstarfi áfram er það ekki leiðin að brjóta sáttmála og virða samninga að vettugi heldur ber stjórnvöldum, til að halda virðingu ríkisins hvort tveggja heimavið sem og á alþjóðavettvangi, að slíta samvinnu ellegar standa með henni og taka þátt. Við þurfum ekki að óttast ef við af heilindum tökum þátt í samstarfinu,“ sagði Helga Vala.
Alþingi Evrópusambandið Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira