Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 16:00 Ónefndur sjómaður sendi myndband til að sýna hvernig skipverjar hefðu getað brugðist við vandanum. Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58
Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42