Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2019 10:36 Valmundur segir atvikið áfall fyrir sjómannastéttina alla, sjómenn eru miður sín vegna málsins. fbl/anton brink „Þetta horfir illa við mér. Ég var á sjó í 33 ár og hef aldrei séð svona ógeð. Auðvitað erum við að drepa fisk alla daga, en við erum ekki að gera það að gamni okkar,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjómenn sem Vísir hefur rætt við vegna máls sem hefur vakið upp mikla reiði, sem er myndbandsbrot sem sýnir hvar sjómaður sker sporð af hákarli áður en honum er sleppt aftur í hafið, eru miður sín vegna málsins. Valmundur hefur sem aðrir fylgst með málinu og umræðunni á netinu. „Já, það er gríðarleg reiði. Ég gafst upp í gær að lesa, eða þegar ég sá í hvað stefndi. Það eru allir brjálaðir. Og sjómenn miður sín. Já, ég get sagt það, hef heyrt í nokkrum sem eru ekki par ánægðir með þetta." Valmundur tekur undir með sjómönnum sem Vísir hefur rætt við sem óttast að þetta mál stórskaði ímynd stéttarinnar. Hann segist ekki hissa á þeim viðbrögðum. „En, ég get fullyrt það að þetta er ekki stundað. Það er ekki þannig. Þetta er áfall fyrir sjómannastéttina, ég held ég geti alveg sagt það.Við viljum ekki fá það orð á okkur að við séum að drepa dýr að gamni okkar. Við erum atvinnumenn í fiskveiðum og drepum ekki okkur til gamans.“Svæsið dýraníð Sjómönnunum umræddum, sem sjá má á myndbandinu sem sannarlega hefur vakið óhug, hefur verið sagt upp störfum. Valmundur segir að sér þyki það harkaleg viðbrögð, viðkomandi hljóti að sjá að sér og eigi kannski skilið annað tækifæri, en það hljóti þó að vera útgerðarinnar að ráða því. Viðbúið er að þetta mál skaði hana. „Þetta er sorglegt, að menn skuli haga sér svona. Og þetta er ekki almennt um sjómenn, að þeir hagi sér svona. Auðvitað koma upp atvik þar sem menn ráða ekki við aðstæður, hákarl í troll eða hvalur í net, en þá er yfirleitt reynt að koma þeim í sjó aftur. Nema þetta sé beinhákarl, sem er risastór. Þetta var Grænlandshákarl, sem hefði verið hægt að drepa og hirða, þess vegna, verið fínn á þorranum.“ En, hér er augljóslega um svæsið dýraníð að ræða?„Já, mér líst þannig á þetta. Já. Mér sýnist það á öllu að það hafi verið óþarfi að gera þetta.“ Gæti reynst erfitt fyrir mennina að finna pláss Sjómannadagurinn er á næsta leyti, hann verður haldinn komandi sunnudag og Valmundur vonar að þetta mál varpi ekki skugga sínum á þá gleði. „Við vonum það og reynum að skemmta okkur saman; taka á því í kappróðri og öðru. Vonandi að sjómenn láti sér þetta að kenningu verða. Þetta má ekki. Það er bara þannig. Við skulum strengja þess heit á sjómannadaginn að gera svona nokkuð ekki. Enginn.“ Sjómönnunum ólánsömu hefur verið sagt upp, en hvað með stöðu þeirra innan stéttarinnar? „Já, það verður að gefa mönnum séns, að sjá að sér. En allar athafnir hafa afleiðingar. Auðvitað getur reynst erfitt fyrir þessa stráka að fá pláss aftur,“ segir Valmundur og ljóst að honum er verulega brugðið vegna þessa atviks. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
„Þetta horfir illa við mér. Ég var á sjó í 33 ár og hef aldrei séð svona ógeð. Auðvitað erum við að drepa fisk alla daga, en við erum ekki að gera það að gamni okkar,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjómenn sem Vísir hefur rætt við vegna máls sem hefur vakið upp mikla reiði, sem er myndbandsbrot sem sýnir hvar sjómaður sker sporð af hákarli áður en honum er sleppt aftur í hafið, eru miður sín vegna málsins. Valmundur hefur sem aðrir fylgst með málinu og umræðunni á netinu. „Já, það er gríðarleg reiði. Ég gafst upp í gær að lesa, eða þegar ég sá í hvað stefndi. Það eru allir brjálaðir. Og sjómenn miður sín. Já, ég get sagt það, hef heyrt í nokkrum sem eru ekki par ánægðir með þetta." Valmundur tekur undir með sjómönnum sem Vísir hefur rætt við sem óttast að þetta mál stórskaði ímynd stéttarinnar. Hann segist ekki hissa á þeim viðbrögðum. „En, ég get fullyrt það að þetta er ekki stundað. Það er ekki þannig. Þetta er áfall fyrir sjómannastéttina, ég held ég geti alveg sagt það.Við viljum ekki fá það orð á okkur að við séum að drepa dýr að gamni okkar. Við erum atvinnumenn í fiskveiðum og drepum ekki okkur til gamans.“Svæsið dýraníð Sjómönnunum umræddum, sem sjá má á myndbandinu sem sannarlega hefur vakið óhug, hefur verið sagt upp störfum. Valmundur segir að sér þyki það harkaleg viðbrögð, viðkomandi hljóti að sjá að sér og eigi kannski skilið annað tækifæri, en það hljóti þó að vera útgerðarinnar að ráða því. Viðbúið er að þetta mál skaði hana. „Þetta er sorglegt, að menn skuli haga sér svona. Og þetta er ekki almennt um sjómenn, að þeir hagi sér svona. Auðvitað koma upp atvik þar sem menn ráða ekki við aðstæður, hákarl í troll eða hvalur í net, en þá er yfirleitt reynt að koma þeim í sjó aftur. Nema þetta sé beinhákarl, sem er risastór. Þetta var Grænlandshákarl, sem hefði verið hægt að drepa og hirða, þess vegna, verið fínn á þorranum.“ En, hér er augljóslega um svæsið dýraníð að ræða?„Já, mér líst þannig á þetta. Já. Mér sýnist það á öllu að það hafi verið óþarfi að gera þetta.“ Gæti reynst erfitt fyrir mennina að finna pláss Sjómannadagurinn er á næsta leyti, hann verður haldinn komandi sunnudag og Valmundur vonar að þetta mál varpi ekki skugga sínum á þá gleði. „Við vonum það og reynum að skemmta okkur saman; taka á því í kappróðri og öðru. Vonandi að sjómenn láti sér þetta að kenningu verða. Þetta má ekki. Það er bara þannig. Við skulum strengja þess heit á sjómannadaginn að gera svona nokkuð ekki. Enginn.“ Sjómönnunum ólánsömu hefur verið sagt upp, en hvað með stöðu þeirra innan stéttarinnar? „Já, það verður að gefa mönnum séns, að sjá að sér. En allar athafnir hafa afleiðingar. Auðvitað getur reynst erfitt fyrir þessa stráka að fá pláss aftur,“ segir Valmundur og ljóst að honum er verulega brugðið vegna þessa atviks.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09