Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 08:45 Ferðataskan sem annar Íslendinganna var gripinn með. Ástralska lögreglan Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag. Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag.
Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30