Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir Hörður Ægisson skrifar 29. maí 2019 05:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Fréttablaðið/Stefán Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair. Samkvæmt heimildum Markaðarins stóð PAR Capital að baki kaupum á um 70 milljónum hluta í félaginu síðastliðinn föstudag, sem jafngildir um 1,3 prósenta eignahlutar, og fer sjóðurinn því núna með 13,7 prósenta hlut í Icelandair. Er sá hlutur metinn á rúmlega 7,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair. Fyrir fjárfestinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi flugfélagsins með tæplega 12,8 prósenta hlut. PAR Capital, sem er fjárfestingasjóður í Boston með um fjóra milljarða dala í stýringu, jafnvirði um 500 milljarða króna, náði samkomulagi við Icelandair Group í byrjun apríl um kaup á um 11,5 prósenta eignarhlut fyrir samtals 5,6 milljarða króna með útgáfu á nýjum hlutum í félaginu. Sú hlutafjárhækkun, eða samtals 625 milljón hlutir, var samþykkt á hluthafafundi síðar í sama mánuði. Þá stækkaði sjóðurinn hlut sinn skömmu síðar þegar hann keypti í félaginu fyrir jafnvirði um 500 milljónir króna. PAR Capital, sem leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum, er meðal annars hluthafi í bandarísku flugfélögunum United Airlines, þar sem sjóðurinn er með tvo menn í stjórn, Delta Airlines, JetBlue Airwaves og Southwest Airlines. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um liðlega 4 prósent frá áramótum og stóð í 9,95 krónur á hlut við lokun markaða í gær. - hae Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair. Samkvæmt heimildum Markaðarins stóð PAR Capital að baki kaupum á um 70 milljónum hluta í félaginu síðastliðinn föstudag, sem jafngildir um 1,3 prósenta eignahlutar, og fer sjóðurinn því núna með 13,7 prósenta hlut í Icelandair. Er sá hlutur metinn á rúmlega 7,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair. Fyrir fjárfestinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi flugfélagsins með tæplega 12,8 prósenta hlut. PAR Capital, sem er fjárfestingasjóður í Boston með um fjóra milljarða dala í stýringu, jafnvirði um 500 milljarða króna, náði samkomulagi við Icelandair Group í byrjun apríl um kaup á um 11,5 prósenta eignarhlut fyrir samtals 5,6 milljarða króna með útgáfu á nýjum hlutum í félaginu. Sú hlutafjárhækkun, eða samtals 625 milljón hlutir, var samþykkt á hluthafafundi síðar í sama mánuði. Þá stækkaði sjóðurinn hlut sinn skömmu síðar þegar hann keypti í félaginu fyrir jafnvirði um 500 milljónir króna. PAR Capital, sem leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum, er meðal annars hluthafi í bandarísku flugfélögunum United Airlines, þar sem sjóðurinn er með tvo menn í stjórn, Delta Airlines, JetBlue Airwaves og Southwest Airlines. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um liðlega 4 prósent frá áramótum og stóð í 9,95 krónur á hlut við lokun markaða í gær. - hae
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira